Viltu eiga McLovin skírteini?

Superbad var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og gekk ótrúlega vel. Hún fór í efsta sætið og halaði inn 31,2 milljónum bandaríkjadala.

Það styttist í að myndin verði frumsýnd hér á landi og ekki við öðru að búast en að henni gangi jafn vel hér heima og þar ytra. Til að hita upp fyrir myndina getið þið búið til ykkar eigin McLovin skírteini, en eitt slíkt kemur við sögu í myndinni. Allt sem þið þurfið að gera er að vista eintak af myndinni hér fyrir neðan og setja mynd af ykkur sjálfum þar sem grái kassinn er og prenta dýrðina út.