84% allra bíógesta sáu Endgame

Avengers: Endgame kom sá og sigraði í miðasölunni á Íslandi um nýliðna helgi, eins og hún gerði í Bandaríkjunum einnig og um allan heim. Tekjur myndarinnar hér heima námu tæpum 26 milljónum yfir helgina, en sé horft til fyrstu fimm dagana í sýningum voru tekjurnar rúmlega 44 milljónir króna. Í tilkynningu frá SAM bíóunum kemur fram að þar með hafi myndin slegið út fimm daga met Star Wars: the Force Awakens, sem sett var um jólin 2015. Þá er þess getið til gamans að 84% allra þeirra sem fóru í bíó um helgina fóru að sjá Avengers: Endgame.

Ofursmellur hjá ofurhetjunum.

Annað sæti aðsóknarlistans fellur Wonder Park í skaut, aðra vikuna í röð, og í þriðja sæti kemur Five Feet Apart. Fyrir utan Endgame er engin önnur ný mynd á listanum, nema The Wild Pear Tree í Bíó Paradís, en hún hefur áður verið sýnd hér á hvíta tjaldinu, þó hún sé merkt sem ný á listanum.

Kíktu á helgarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: