50.000 í Sambíóin á 10 dögum

sambioSá einstaki árangur náðist á einungis tíu dögum í lok desember 2013 og byrjun janúar 2014 að 50.000 kvikmyndahúsagestir komu í Sambíóin. Aldrei áður í sögu Sambíóana hefur slíkur fjöldi gesta komið á svo skömmum tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bíóunum.

wolf„Landsbúar hafa ávallt verið duglegir að fara í kvikmyndahús yfir jólatímabilið en aldrei eins og nú enda frábærar myndir í sýningum hjá Sambíóunum svo sem Disney teiknimyndin Frozen, önnur myndin í Hobbit þríleiknum og hin frábæra kvikmynd Wolf Of Wall Street sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda sem og áhorfenda,“ segir í tilkynningunni.

Eins og fram kemur í fréttinni frá bíóunum eru margar spennandi myndir á leiðinni á árinu. American Hustle og 12 Years A Slave eru þar á meðal en báðar myndir hafa fengið sjö Golden Globe tilnefningar, tíu BAFTA tilnefningar og ekki ólíklegt að þær verði sigursælar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Þá eru það Captain America, Lego teiknimyndin, Noah með Russell Crowe sem var að hluta til tekin upp á Íslandi og síðast en ekki síst sænska myndin Gamlinginn sem er gerð eftir samnefndri metsölubók.