Bachelor stjarnan Gia Allemand lést í dag, 29 ára að aldri, en hún gerði tilraun til sjálfsmorðs á mánudaginn. Samkvæmt vefmiðlinum TMZ hengdi Allemand sig. Kærasti hennar, NBA stjarnan Ryan Anderson, kom að henni og fór með hana á sjúkrahús.
Framhaldsmynd költ-hákarlatryllisins Sharknado sem var sýnd á Syfy sjónvarpsstöðinni bandarísku og síðar í bíóhúsum nú í sumar, hefur fengið nafn. Myndi á að heita Sharknado 2: The Second One. Myndin fjallar um hákarla sem sogast upp úr sjónum í hvirfilbyl.
Afmælisbörn dagsins í Hollywood í dag eru m.a. leikarinn, leikstjórinn, rithöfundurinn og banjóleikarinn Steve Martin, sem er orðinn 68 ára gamall, Marcia Gay Harden sem er orðin 54 ára og Mila Kunis sem varð þrítug í dag.
Rhys Ifans, 42 ára, úr Notting Hill, leikur á móti Philip Seymour Hoffman í prufuþætti fyrir gamanþættina Trending Down. Hoffman leikur Thom Payne, sem sér fram á eigin úreldingu þegar auglýsingastofan hans er yfirtekin. Ifans leikur yfirmann Thom.
Kirsten Dunst hefur verið ráðin til að leika í vísindaskáldsögu Jeff Nichols, Midnight Special ásamt Michael Shannon og Joel Edgerton. Myndin fjallar um föður og 8 ára son hans sem leggja á flótta þegar faðirinn kemst að því að sonurinn hefur ofurkrafta.