Notting Hill (1999)Öllum leyfð
Frumsýnd: 30. júlí 1999
Tegund: Gamanmynd, Rómantísk, Drama
Leikstjórn: Roger Michell
Skoða mynd á imdb 7.0/10 167,640 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Can the most famous film star in the world fall for just an ordinary guy?
Söguþráður
William Thacker, bóksali í Notting Hill, upplifir draum flestra karlmanna þegar Anna Scott, fegursta kona í heimi og vinsælasta kvikmyndaleikkona heims sömuleiðis, kemur inn í búðina hans. Stuttu síðar, þegar hann á enn erfitt með að trúa því sem gerðist, rekst hann aftur á hana - og í þetta sinn sullar hann appelsínusafa yfir hana alla. Anna þekkist boð hans um að skipta um föt í íbúð hans þarna í nágrenninu, og þakkar honum fyrir með kossi, sem virðist gera alla meira undrandi en hann sjálfan. Á næstu mánuðum kynnast þau Anna og William enn betur, en það er ekki alltaf auðvelt að vera með vinsælustu konu í heimi.
Tengdar fréttir
02.10.2013
Frumsýning: About Time
Frumsýning: About Time
Myndform frumsýnir rómantísku gamanmyndina About Time á föstudaginn næsta þann 4. október í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Kvöldið eftir annað misheppnað áramótapartí kemst Tim Lake að leyndarmáli: karlmennirnir í fjölskyldu hans geta ferðast um tímann! Tim getur þó ekki breytt gangi sögunnar,...
09.09.2013
Tímaferðalög
Tímaferðalög
Þessi grein birtist fyrst í septemberhefti Mynda mánaðarins. About Time er nýjasta myndin úr smiðju leikstjórans og handritshöfundarins Richards Curtis sem stóð að baki myndum eins og Four Weddings and a Funeral, Love Actually og Notting Hill. Þeir sem kunna að meta rómantískar gamanmyndir upp á breska mátann eiga von á góðu í október þegar About Time verður frumsýnd...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 83% - Almenningur: 79%
Svipaðar myndir