Framleiðendur stórmyndarinnar 300, sem sló í gegn sem ein mesta testosterónsprauta sem hefur kíkt á hvíta tjaldið síðustu ár (ásamt Rambo!), hafa staðfest að hú muni fá framhald!
Hvernig þeir ætla að fara að því að gera framhaldsmynd um sögulegan atburð veit ég ekki, en myndin verður líklega prequel. Þar sem myndin var í raun byggð á myndasögu þá geta þeir í raun leyft sér allt, sem er ekkert nema gott mál. Frank Miller er víst nú þegar byrjaður að vinna að því hvernig þeir ætla að fara að þessu!
Í sama viðtali sögðu þeir að þeir eru nú að vinna að mynd svipaðri 300 sem heitir War of Gods og munu tökur hefjast vonandi snemma á næsta ári, en enginn annar en Tarsem Singh hefur verið fenginn til að leikstýra henni, en þetta verður án efa stærsta verkefni sem hann hefur unnið að. Myndin mun fjalla um, eins og nafnið gefur til kynna, stríð á milli guða og manna.

