3 útgáfur af LOTR á DVD!

Nýjustu fregnir herma að það verði þrjár en ekki tvær útgáfur sem komi út af The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring á DVD. Fyrst í ágúst kemur myndin út á disk með engu aukaefni. Síðan í nóvember kemur bæði tvöfaldur diskur með nóg af aukaefni og einnig fjögurra diska safnkassi. Á tvöfalda disknum verður leikstjóraútgáfan, um 30 mínútum lengri og auk þess diskur með aukaefni. Í fjögurra diska útgáfunni verða báðar útgáfurnar af myndinni, auk þess verður aukaefnisdiskurinn sem verður í tveggja diska safninu, og á fjórða disknum verður enn meira aukaefni og hugsanlega heimildamynd um Lord Of The Rings sem National Geographic gerði á dögunum í Beyond The Movie þáttaseríu sinni. Þessi kassi verður væntanlega eitthvað sem allir sannir aðdáendur munu vilja eignast.