Þættirnir sálugu, 21 Jump Street, sem komu leikaranum Johnny Depp á kortið, eru næstir í Hollywood stefnulýsingunni að endurgera alla gamla sjónvarpsþætti sem kvikmyndir. Paramount kvikmyndaverið er búið að gera samning við höfunda þáttanna, þá Stephen J. Cannell og Patrick Hashburg, um að skrifa handrit að væntanlegri kvikmynd um lögregluþjónana ungu í eiturlyfjadeildinni sem læða sér inn í menntaskólanna og handtaka vondu dópsalana. Ekki búast við því að Depp snúi aftur.

