Sumarið er loksins gengið í garð og með sumarblænum kemur nýtt 13 mínútna kynningarmyndband frá Warner Bros fyrir Superman-myndina Man of Steel. Fyrir utan það að sýna nokkrar óséðar senur úr myndinni, þá koma ýmsir aðstandendur myndarinnar og ræða um gerð myndarinnar. Má þar nefna leikstjóra myndarinnar Zack Snyder, aðalleikarann Henry Cavill og handritshöfundinn David S. Goyer.
Man of Steel kemur í kvikmyndahús innan við tvær vikur, og má búast við Superman mynd í líkingu við nútíma ofurhetjumyndir á borð við The Dark Knight. Eitt af því sem vekur athygli í kynningarmyndbandinu er að almennt er rætt um að halda tryggð við raunsæi sögunnar. Goyer segir meðal annars að hann vildi ekki skrifa myndasögu kvikmynd heldur mynd þar sem Superman er á meðal fólks í hinum raunverulega heimi.
Þyrstir aðdáendur Superman ættu því ekki að þyrsta því þetta myndband gefur grunninn að vonandi góðri mynd.