Náðu í appið
Öllum leyfð

Börn náttúrunnar 1991

(Children of Nature)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. ágúst 1991

Sometimes a first love, becomes a last love.

85 MÍNÍslenska
Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 1992.

Í Börnum náttúrunnar segir frá rosknum bónda sem bregður búi og flyst til dóttur sinnar í Reykjavík. Aðstæður eru erfiðar; samskipti gamla mannsins og fjölskyldu dóttur hans eru stirð og úr verður að hann flytur á elliheimili þar sem hann fyrir tilviljun hittir æskuvinkonu. Saman rifja þau upp gamla og betri tíð og ákveða að strjúka saman á heimaslóðir.... Lesa meira

Í Börnum náttúrunnar segir frá rosknum bónda sem bregður búi og flyst til dóttur sinnar í Reykjavík. Aðstæður eru erfiðar; samskipti gamla mannsins og fjölskyldu dóttur hans eru stirð og úr verður að hann flytur á elliheimili þar sem hann fyrir tilviljun hittir æskuvinkonu. Saman rifja þau upp gamla og betri tíð og ákveða að strjúka saman á heimaslóðir. Skemmst er frá því að segja að ferð æskuvinanna heim í sveitina verður í meira lagi viðburðarík. Myndin fjallar á mannlegan, fallegan og grátbroslegan hátt um fylgifiska þess að eldast, vináttu sem aldrei deyr og tengsl manns og umhverfis.... minna

Aðalleikarar

Ein besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu
Börn náttúrunnar er meistaraverl út af fyrir sig - enda eina íslenska myndin sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Myndin er velgerð, handritið vel skrifað , leikaranir skila sýna hlutverkum alveg stórkostlega, landslagið er út af fyrir sig.

Loka einkunn: 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vel leikin mynd og allt það en alveg hundleiðinleg. Mesta afrekið er að halda sér vakandi yfir þessum leiðindum. GEISP.........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.09.2022

Óskarstilnefnd mynd sýnd á Ísafirði

Opnunarmynd Pigeon International Film Festival (PIFF), sem haldin verður í annaðsinn á Ísafirði í haust, var tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlaununum íár. Það er bútanska myndin Lunana: a Yak in The Classro...

16.02.2019

Downfall leikari látinn

Svissneski leikarinn Bruno Ganz, sem fór eftirminnilega með hlutverk Hitlers í kvikmyndinni Downfall, eða Der Untergang eins og myndin heitir á frummálinu, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í Zurich í heimalandinu, e...

07.11.2015

Tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar, hefur verið tilnefnd sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum (European Film Awards) í ár. Sex myndir eru tilnefndar til verðlaunanna. Evrópska kvikmyndaakademían (European Fil...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn