Stiklur - vinsælustu þættirnir
Öllum leyfð
FræðslumyndÍslensk myndSjónvarpssería

Stiklur - vinsælustu þættirnir 2012

Vinsælustu þættirnir 1977-2005

700 MÍN

Þættir Ómars Ragnarssonar, Stiklur, nutu gríðarlegra vinsælda í sjónvarpi á árum áður enda um að ræða skemmti- og fræðsluefni sem á engan sinn líka í sjónvarpssögunni. Hér er á ferðinni fjögurra diska DVD-pakki sem inniheldur nítján vinsælustu Stikluþættina og er hver diskur tileinkaður sínum landshluta. Þetta eru Vestfirðir (5 þættir),... Lesa meira

Þættir Ómars Ragnarssonar, Stiklur, nutu gríðarlegra vinsælda í sjónvarpi á árum áður enda um að ræða skemmti- og fræðsluefni sem á engan sinn líka í sjónvarpssögunni. Hér er á ferðinni fjögurra diska DVD-pakki sem inniheldur nítján vinsælustu Stikluþættina og er hver diskur tileinkaður sínum landshluta. Þetta eru Vestfirðir (5 þættir), Norður- og Norðausturland (5 þættir), Austur- og Suðausturland (5 þættir) og Suður- og Suðvesturland (4 þættir, en sumir þeirra eru lengri en aðrir) Óhætt er að fullyrða að enginn þekki land sitt og þjóð betur en Ómar Ragnarsson sem hefur um áratugi ferðast um Ísland vítt og breitt og komið í hvert einasta horn landsins og afkima. Í þáttunum miðlar hann bæði af eigin þekkingu og þekkingu þeirra sem landið yrkja, og gerir það á afar skemmtilegan og fræðandi hátt sem grípur alla sem á horfa. Láttu þessi meistaraverk Ómars Ragnarssonar ekki fram hjá þér fara. Stilklur ættu að vera til á hverju íslensku heimili.... minna