Náðu í appið
Öllum leyfð

Pink Saris 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. nóvember 2011

96 MÍNIndverska
Best Documentary-Abu Dhabi International film festival 2010 The Special Jury Award-Sheffield Doc Fest 2010 Amnesty Award-Copenhagen DOX 2010.

Í rúmlega tuttugu ár hefur Sampat, sem er leiðtogi Gulabi-gengisins, barist fyrir réttindum kvenna á Indlandi. Í myndinni Pink Saris fylgjumst við með Sampat heimsækja fjölskyldur á Indlandi sem hafa annað hvort gert dætur sínar brottrækar af heimilinu eða beitt þær ofbeldi. Oft á tíðum eiga bágindi innan fjölskyldna á Indlandi rætur sínar að rekja... Lesa meira

Í rúmlega tuttugu ár hefur Sampat, sem er leiðtogi Gulabi-gengisins, barist fyrir réttindum kvenna á Indlandi. Í myndinni Pink Saris fylgjumst við með Sampat heimsækja fjölskyldur á Indlandi sem hafa annað hvort gert dætur sínar brottrækar af heimilinu eða beitt þær ofbeldi. Oft á tíðum eiga bágindi innan fjölskyldna á Indlandi rætur sínar að rekja til erfðastéttakerfisins. Að sögn Sampat liggur skýringin á hörmulegum lífsskilyrðum margra á Indlandi í þeirri trúarlegu sannfæringu að tiltekinn samfélagshópur sé stéttlaus og óhreinn (hinir ósnertanlegu). Sampat leggur sjálf allt kapp á að brjótast út úr hinu hefðbundna stéttakerfi. Í augum indverskra stúlkna sem hafa strokið að heiman og eru útskúfaðar er Sampat eins og Móðir Teresa. Sampat er vel kunnugt um þessa stöðu sína: „Hver myndi þerra tárin þín ef mín nyti ekki við?“ Þegar eiginmaður Sampat lætur í ljós óánægju sína með frægðarsól hennar kemur í ljós viðkvæm hlið á þessari sterku konu. Breska kvikmyndagerðarkonan Kim Longinotto telur það skyldu sína að fordæma óréttlæti og hún fjallar um umdeild mál af einstöku næmi og djúpri hluttekningu. Myndir hennar sýna venjulegar konur sem leggja óvenjumikið á sig til að vinna gegn stöðluðum kynímyndum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.10.2011

Amnesty International stendur fyrir kvikmyndaveislu

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Amnesty International á Íslandi. Amnesty International, í samstarfi við Bíó Paradís, stendur fyrir kvikmyndadögum dagana 3.-13. nóvember næstkomandi. Áhorfendum kvikmyndadaga er boðið ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn