Young Adult (2011)16 ára
Tegund: Gamanmynd, Drama
Leikstjórn: Jason Reitman
Skoða mynd á imdb 6.3/10 65,185 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Everyone gets old. Not everyone grows up
Söguþráður
Skömmu eftir skilnað sinn, þá snýr skáldsagnahöfundur aftur heim til sín í litla bæinn í Minnesota, og reynir að endurvekja ástarævintýri með gömlum kærasta, sem nú er giftur og á börn. Mavis er fráskilinn rithöfundur sem snýr aftur til Mercury, lítils heima- bæjar síns í Minnesota, eftir tveggja áratuga fjarveru. Mavis var bæði elskuð og hötuð þegar hún sótti sem unglingur og ung kona skóla í bænum. Hún var að vísu góður námsmaður, en um leið þótti hún bæði sjálfumglöð og allt of hreinskilin. Þess utan var hún af nánast öllum körlum talin fegursta stúlkan í bænum, en það jók ekki á vinsældir hennar hjá kynsystrunum. Og nú er Mavis sem sagt komin aftur. En hvað vill hún? Getur verið að hún sé með óhreint mjöl í pokahorninu?
Tengdar fréttir
15.01.2012
Tarantino bíóverðlaunin 2011
Tarantino bíóverðlaunin 2011
Áður en leikstjórinn Quentin Tarantino varð að því sem hann er í dag, þá var hann bara þessi klassíski bíónörd eins og við hin, og jafnvel þótt hann eigi eflaust marga vini í bíóbransanum, þá hræðist hann þess ekkert að segja sínar skoðanir í tengslum við það sem han glápir á. Í fyrra setti hann Toy Story 3 í efsta sætið sitt sem besta mynd ársins 2010. Á eftir...
08.01.2012
Melancholia hlýtur stór verðlaun
Melancholia hlýtur stór verðlaun
Verðlaunahátíðirnar vestanhafs eru nú komnar á fullt en í gær fór fram árleg verðlaunaafhending á vegum Gagnrýnendasamtaka Bandaríkjanna, en samtökin bera nafnið the National Society of Film Critics. Þetta er í 46.sinn sem verðlaunaafhendingin á sér stað. Samtökin eru mjög virt vestanhafs, en litið er á verðlaunin sem leið gagnrýnenda til að velja þá sem þóttu standa...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Charlize Theron var tilnefnd til Golden Globeverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Young Adult
Svipaðar myndir