Drive (2011)16 ára
Frumsýnd: 16. september 2011
Tegund: Spennumynd, Drama, Glæpamynd
Leikstjórn: Nicolas Winding Refn
Skoða mynd á imdb 7.8/10 393,656 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
There Are No Clean Getaways
Söguþráður
Myndin segir frá áhættuleikaranum Driver sem er gæddur snilldarhæfileikum í akstri bíla. Umboðsmaður hans, Shannon, er duglegur við að koma honum á framfæri við kvikmyndaframleiðendur en græðgi hans hefur einnig gert það að verkum að Driver tekur að sér kvöld- og næturstörf fyrir þjófa sem þurfa á flóttabifreið að halda. Dag einn kynnir Shannon Driver fyrir hinum auðuga bófa Bernie Rose sem sér þegar hvaða hæfileikum Driver er gæddur og samþykkir að ráða hann í vinnu. Það, ásamt því að á sama tíma hittir Driver unga konu sem heillar hann upp úr skónum, setur í gang ófyrirsjáanlega atburðarás sem á heldur betur eftir að reyna á Driver við að halda velli og vernda þá sem standa honum næstir.
Tengdar fréttir
11.07.2015
Star Wars með nýtt myndband á Comic Con
Star Wars með nýtt myndband á Comic Con
Fólkið á bakvið nýju Star Wars myndina, Star Wars: The Force Awakens var í gær mætt á Comic Con ráðstefnuna í San Diego í Bandaríkjunum með ýmislegt hnýsilegt í pokahorninu, þó engin ný stikla úr myndinni hafi verið með í för, enda bjuggust fáir við því. Í staðinn var sýnt bak-við-tjöldin myndband og á eftir sýningu þess sátu leikarar, leikstjóri og helstu aðstandendur...
23.06.2015
Yrði ánægulegt að leika Obi-Van á ný
Yrði ánægulegt að leika Obi-Van á ný
Skoski leikarinn Ewan McGregor sagði aðspurður á Kvikmyndahátíðinni í Edinborg í Skotlandi að hann væri til í að leika aftur Obi-Wan Kenobi í Star Wars: "Ég myndi með ánægju leika í mynd þar sem tekinn yrði upp þráðurinn frá Episode 3 þar sem ég hætti og Alec Guinnes tekur við," sagði McGregor við skoska blaðið Daily Record.  Orðrómur hefur lengi verið uppi...
Trailerar
Stikla bönnuð börnum
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 93% - Almenningur: 78%
Nicolas Winding Refn fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Cannes kvikmyndahátíðinni 2011.
Svipaðar myndir