Drive (2011)16 ára
Frumsýnd: 16. september 2011
Tegund: Spennumynd, Drama, Glæpamynd
Leikstjórn: Nicolas Winding Refn
Skoða mynd á imdb 7.8/10 429,581 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
There Are No Clean Getaways
Söguþráður
Myndin segir frá áhættuleikaranum Driver sem er gæddur snilldarhæfileikum í akstri bíla. Umboðsmaður hans, Shannon, er duglegur við að koma honum á framfæri við kvikmyndaframleiðendur en græðgi hans hefur einnig gert það að verkum að Driver tekur að sér kvöld- og næturstörf fyrir þjófa sem þurfa á flóttabifreið að halda. Dag einn kynnir Shannon Driver fyrir hinum auðuga bófa Bernie Rose sem sér þegar hvaða hæfileikum Driver er gæddur og samþykkir að ráða hann í vinnu. Það, ásamt því að á sama tíma hittir Driver unga konu sem heillar hann upp úr skónum, setur í gang ófyrirsjáanlega atburðarás sem á heldur betur eftir að reyna á Driver við að halda velli og vernda þá sem standa honum næstir.
Tengdar fréttir
17.07.2016
Star Wars 8 byrjar strax á eftir 7
Star Wars 8 byrjar strax á eftir 7
Næsta Star Wars mynd, Star Wars 8, framhald myndarinnar Star Wars: The Force Awakens, mun byrja nákvæmlega á þeim stað sem sú síðasta endaði. Leikstjóri Star Wars 8 staðfesti þetta á Star Wars ráðstefnunni Star Wars Celebration Europe sem nú stendur yfir í Lundúnum í Englandi. "Í fyrsta skipti í sögu Star Wars mynda, þá mun mynd byrja á nákvæmlega sama stað og...
10.06.2016
Star Wars 8 tökum lokið?
Star Wars 8 tökum lokið?
Tökur á Star Wars: Episode 8 virðast hafa gengið eins og í sögu undanfarið, en þær hófust í febrúar sl. Leikstjórinn, Rian Johnson, birti fyrr í vikunni ljósmynd á Tumblr reikningi sínum, og undir myndinni stendur: In the home Stretch, sem má túlka sem svo að tökum sé að ljúka, og hlutirnir séu að smella saman. In the home stretch. https://t.co/AhhJoo4gBI — Rian Johnson...
Trailerar
Stikla bönnuð börnum
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 93% - Almenningur: 78%
Nicolas Winding Refn fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Cannes kvikmyndahátíðinni 2011.
Svipaðar myndir