Drive (2011)16 ára
Frumsýnd: 16. september 2011
Tegund: Spennumynd, Drama, Glæpamynd
Leikstjórn: Nicolas Winding Refn
Skoða mynd á imdb 7.8/10 338,256 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
There Are No Clean Getaways
Söguþráður
Myndin segir frá áhættuleikaranum Driver sem er gæddur snilldarhæfileikum í akstri bíla. Umboðsmaður hans, Shannon, er duglegur við að koma honum á framfæri við kvikmyndaframleiðendur en græðgi hans hefur einnig gert það að verkum að Driver tekur að sér kvöld- og næturstörf fyrir þjófa sem þurfa á flóttabifreið að halda. Dag einn kynnir Shannon Driver fyrir hinum auðuga bófa Bernie Rose sem sér þegar hvaða hæfileikum Driver er gæddur og samþykkir að ráða hann í vinnu. Það, ásamt því að á sama tíma hittir Driver unga konu sem heillar hann upp úr skónum, setur í gang ófyrirsjáanlega atburðarás sem á heldur betur eftir að reyna á Driver við að halda velli og vernda þá sem standa honum næstir.
Tengdar fréttir
18.03.2014
Forstjóri Disney slær á kjaftasögur
Forstjóri Disney slær á kjaftasögur
Disney í samstarfi við Lucasfilm staðfestu á ráðstefnu fyrir stuttu að sjöunda Star Wars myndin mun hefja tökur í maí næstkomandi. Myndin gerist þrjátíu árum eftir sögu Return of the Jedi og verða nýjar persónur kynntar til sögunnar. Forstjóri Disney, Bob Iger, opnaði fundinn á því að tilkynna að engin stórtíðindi væru úr herbúðum Disney hvað varðar myndina,...
15.03.2014
Ein mynd og svo Bond
Ein mynd og svo Bond
Bondstúlkan Naomie Harris hefur samkvæmt breska blaðinu Daily Mail, verið ráðin til að leika í myndinni Our Kind of Traitor ásamt Ewan McGregor, Damian Lewis og Mark Gatiss. Myndin fjallar um par sem er í slagtogi með rússnesskum olígarka ( viðskiptajöfri ) og stórtækum peningaþvættismanni, sem svo svíkur þau í viðskiptum. Handrit skrifar Hossein Amini (The Two Faces of...
Trailerar
Stikla bönnuð börnum
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 93% - Almenningur: 78%
Nicolas Winding Refn fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Cannes kvikmyndahátíðinni 2011.
Svipaðar myndir