Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Our Idiot Brother 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. september 2011

Er einn svona í þinni fjölskyldu?

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Ned er gæddur þeirri undarlegu "gáfu" að geta komið sér í vandræði hvenær sem er, bara með því að segja satt og vera kurteis. Þannig endar hann í fangelsi þegar hann af einskærum drengskap reddar einkennisklæddum lögreglumanni dálitlu grasi. Í framhaldinu missir hann vinnuna, heimilið, kærustuna og forræðið yfir hundinum sínum, Willie Nelson. Ýmsir myndu... Lesa meira

Ned er gæddur þeirri undarlegu "gáfu" að geta komið sér í vandræði hvenær sem er, bara með því að segja satt og vera kurteis. Þannig endar hann í fangelsi þegar hann af einskærum drengskap reddar einkennisklæddum lögreglumanni dálitlu grasi. Í framhaldinu missir hann vinnuna, heimilið, kærustuna og forræðið yfir hundinum sínum, Willie Nelson. Ýmsir myndu láta bugast af svona mótlæti en ekki Ned sem sér alltaf björtu hliðarnar á málunum. Þess utan á hann góða að, móður og þrjár systur, sem koma honum til hjálpar eftir fangelsisvistina með því að leyfa honum að gista á meðan hann er að koma fótunum undir sig á nýjan leik. Vandamálið er að Ned er ekki bara lunkinn við að koma sjálfum sér í vandræði, hann er einnig einkar laginn við að koma öllum sem umgangast hann í vægast sagt óþægilega stöðu ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn