Freejack (1992)16 ára
Tegund: Spennumynd, Spennutryllir, Vísindaskáldskapur
Leikstjórn: Geoff Murphy
Skoða mynd á imdb 5.3/10 12,341 atkv.

  • Horfa/Kaupa
12.12.2009

Emilio Estevez leikur hér kappakstursnáunga sem lendir í slysi í keppni en rétt fyrir dauðastundina er hann færður lifandi og heill inn í framtíðina. Hann er nú nokkurs konar eign fyrst að hann hefði dáið hvort sem er en leggur á flótta. Þessi mynd Freejack er svosem sæmilegasta afþreying en það er eins og að með henni höfðu menn verið að reyna að skapa eitthvað sem kom svo ekki alveg nógu vel út. Leikurinn er ekki upp á marga fiska,Estevez kemur með mjög grunna persónusköpun og Mick gamli Jagger sýnir fremur slæman leik.(Maðurinn á að halda sig við tónlistina þar er hann snillingur)Myndin er þó fersk og endirinn er rosa kraftmikill. Hún fær tvær stjörnur.
Einkunn: 6/10 Ívar Jóhann Arnarson
26.10.2001

Topp mynd. Anthony Hopkins (The silence of the lambs, Hannibal) er bestur. Emelio Estves er fínn, og Rene Russo(Lethal Weapon 3,4) líka. Mér finnst Mick Jagger (hljómsveitin Rolling Stones) ekki góður enda hefur hann enga reynslu sem leikari. Myndin fjallar í stórum dráttum um að Emelio Estvez er kappakstursbílstjóri árið 1991, en er fluttur til ársins 2009. Þar langar öllum til að ná í þennan kappaksturs bílstjóra, þar á meðal viðskiptajöfur einn (Anthony Hopkins) og Mick Jagger er líka á veiðum. Svo er þetta spurning hvort hann kemst heim til konu sinnar (Rene Russo). Mjög góð afþreying.
Einkunn: 9/10 Vilhjálmur B
Svipaðar myndir