Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Mechanic 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. febrúar 2011

Someone has to fix the problems.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Arthur Bishop er "vélvirki" - eftirsóttur leigumorðingi og frægur fyrir að vinna störf sín af mikilli nákvæmni og kostgæfni. Þegar lærifaðir hans og náinn vinur Harry er drepinn, þá fer öll hans hlutlægni út í veður og vind. Næsta verkefni hans er persónulegt - hann vill ná þeim sem drápu Harry. Verkefnið verður flóknara þegar sonur Harrys, Steve,... Lesa meira

Arthur Bishop er "vélvirki" - eftirsóttur leigumorðingi og frægur fyrir að vinna störf sín af mikilli nákvæmni og kostgæfni. Þegar lærifaðir hans og náinn vinur Harry er drepinn, þá fer öll hans hlutlægni út í veður og vind. Næsta verkefni hans er persónulegt - hann vill ná þeim sem drápu Harry. Verkefnið verður flóknara þegar sonur Harrys, Steve, kemur til hans með sömu fyrirætlan, og vill fá að læra leigumorðingjafagið. Bishop hefur hingað til alltaf unnið einn, en á erfitt með að hafna syni besta vinar síns, og gerist lærifaðir hans.... minna

Aðalleikarar

Daufur, jafnvel leiðinlegur Statham
Djöfull væri gaman að sjá Statham í einhverju nýju hlutverki. Um leið og ég heyri að það sé að koma ný Statham-mynd, sem eru framleiddar í tonnatali, þá veit ég að myndin snýst um leigumorðingja eða ,,mercenary'' (Expendables). Statham hefur svolítið fest sig í þessu hlutverki í misgóðum myndum. The Mechanic er nýjasta og örugglega líka sú slakasta (sem ég hef séð).

Myndin byrjar ágætlega, bara létt poppkornsmynd framundan en svo kemur allt í einu eitthvað drama og blablabla sem á ALLS EKKI að vera í svona mynd. Ég vil bara sjá nonstop læti og hasar út í gegn! Í stað þess byrjar týpíska saga um mentorinn og lærlinginn og fyrsta bardagaatriðið kemur ekki fyrr en myndin er hálfnuð (fyrir utan byrjunina). Það er náttúrulega ekki í lagi. Svo fer aðalplottið ekki í gang fyrr en í lokaþriðjungnum og seinustu þriðjungarnir voru algjörlega tilgangslausir. Eins og ég sagði, mjög fín byrjun. Svo hægðist aðeins á myndinni en hún var samt ágæt, svo um leið og Ben Foster kemur til sögu verður myndin hæg og leiðinleg. Innantóm.

Þetta er ekki endilega Fosternum að kenna þótt hann hafi ekki lagt mikið í myndina sjálfur. Statham er ágætur leikari en hæfileikarnir hans fara eftir handriti og leikstjóra. Hann er góður í Snatch en vægast sagt vélmennarlegur í þessari. Svo er ekkert fjallað um samband hans með konunni. Var hann hrifinn af henni eða, hvað er í gangi? Handritið var lélegt og fyrirsjáanlegt. Nokkur ágæt samtöl en annars bara stirður og leiðinlegur. Tónlistin var ein af kostunum og passaði vel við sögusviðið.

Allt of lítill húmor, þunnur söguþráður, fínn hasar en allt of lítið af honum. Horfiði frekar bara á Crank, Statham hefur misst töluvert respect fyrir að taka þátt í þessari vitleysu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.11.2014

Statham fær góðan liðsauka

Tommy Lee Jones, Jessica Alba og Michelle Yeoh hafa verið ráðin til að leika í framhaldi af Jason Statham myndinni The Mechanic  ( Vélvirkinn ) frá árinu 2011; Mechanic: Resurrection. Myndin verður frumsýnd 22. janúar ...

11.11.2011

Statham passar krakka

Stikla var að detta á netið fyrir Statham mynd sem ég mundi ekki eftir að væri til, Safe. Þið verðið að fyrirgefa mér afglöpin, en Statham bara stoppar ekki og myndirnar hans eiga það til að renna saman í eina. Þær eru alla...

25.02.2011

Getraun: The Mechanic

Í dag er spennumyndin The Mecanic frumsýnd og með aðalhlutverk fara þar naglarnir Jason Statham og Ben Foster. Myndin segir frá "vélvirkjanum" Arthur Bishop, sem er eftirsóttur leigumorðingi og frægur fyrir að vinna s...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn