Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Ninja Assassin 2009

(Ninja)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. desember 2009

Fear not the weapon but the hand that wields it.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Raizo hefur frá barnsaldri verið þjálfaður til að verða illvígur morðingi. Hann ákveður að snúa baki við Ozunu genginu sem ól hann upp og þjálfaði, og leitar nú hefnda. Hann slæst í lið með rannsóknarlögreglumanni frá Europol, Mika, og murrkar síðan líftóruna úr hverjum óvinini sínum á fætur öðrum, allt þar til að hann stendur frammi fyrir... Lesa meira

Raizo hefur frá barnsaldri verið þjálfaður til að verða illvígur morðingi. Hann ákveður að snúa baki við Ozunu genginu sem ól hann upp og þjálfaði, og leitar nú hefnda. Hann slæst í lið með rannsóknarlögreglumanni frá Europol, Mika, og murrkar síðan líftóruna úr hverjum óvinini sínum á fætur öðrum, allt þar til að hann stendur frammi fyrir fyrrum meistara sínum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ninja Assassin Kick Ass.
Ninja Assassin Kick Ass. Horfði á þessa mynd til að hafa gaman af og þvílík Rollercoaster Ride sem þessi ræma hefur. Alls ekki taka þessa mynda of alvarlega. 4 stjörnur hjá mér..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Svalar ninjur í hræðilegri mynd
Verð að segja að ég var frekar spenntur fyrir þessari mynd, þrátt fyrir nett kjánalegan titil þá eru ninjur eitthvað sem mér finnst eitursvalt, ekki skemmdi fyrir að Wachowski bræður prodúsera myndina og leikstjóri V for Vendetta leikstýrir.

Athugið að þessi umfjöllun gæti innihaldið spoilera, þó að það sé voða lítið til að spoila.

Myndin byrjar ágætlega, og við sjáum ninjur gera það sem ninjur gera best og er byrjunaratriði myndarinnar frekar nett.

Síðan fáum við að kynnast því sem að eyðileggur myndina, þ.a.s tilraun til að búa til söguþráð með því að blanda Europol inní málið, með tveimur europol útsendurum sem eru að snuðra um ninjur. Hver einasta mínúta sem þetta par er á skjánum er mínúta sem gerir myndina verri.

Plottið sjálft er klassískt "revenge" dæmi með ninjum skvett inní og óþolandi europol útsendurum, nema hvað að ástæðan fyrir hefndinni er frekar slök, og í raun og veru er plottið þynnra en bónus klósettpappír.

EINA jákvæða við þessa mynd það að ninjurnar líta vel út, nettu yfirnáttúruleg dulúð yfir þeim og að bardagaatriðin eru fín, reyndar virðist vera að á klippiborðinu þá hafi einhverjum ekki fundist vera nóg blóð, svo að þeir bættu bara við tonni af blóði eftirá til að hafa þetta jafn blóðugt og hráa steik.

Svo virðist vera sem að handritshöfundur myndarinar hafi bara verið með mjög óljósa hugmynd um hvernig myndin hafi verið, og í raun og veru eina sem hafi verið komið á blað var grunnhugmyndin um ninjurnar, nokkrir geðveikir (og ofur-blóðugir) bardagar, og svo átti bara að skálda inná milli upp á staðnum.

Vægast sagt vonbrigði þessi mynd, og ég mæli engan vegin með henni fyrir góðann þúsundkall.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þunnur og klisjukenndur subbuskapur
Ef ekki væri fyrir yfirdrifinn blóðskammt og haug af tölvubrellum þá væri Ninja Assassin ekkert ólík öðrum klisjukenndum hasarræmum sem fara beint á DVD hillurnar og eru fljótari að láta sig hverfa heldur en ninjurnar sjálfar. Enn eitt skiptið beinist áhugi Wachowski-bræðra að japanska anime-stílnum, sem er ekkert til þess að kvarta undan fyrir utan það að þeir virtust ekki hafa mikið af hugmyndum að þessu sinni. Ég held að markmiðið hafi bara verið að búa til brútal ofbeldi og nóg af subbuskap því það er það eina sem stendur uppúr. Hasarinn vefst utan um glataðan söguþráð sem er bæði hundgamall og afskaplega ómerkilegur. Persónurnar eru allar auðgleymdar og ofbeldið er ekki einu sinni það skemmtilegt.

Ég skil ekki alveg hvað James McTeigue var að hugsa. V for Vendetta var glæsileg byrjun á leikstjóraferlinum. Að kalla Ninja Assassin skref niður væri fullvægt til orða tekið. Þriggja metra hrap væri meira viðeigandi lýsing. Allir þeir hæfileikar sem virkuðu á V for Vendetta eru ónýtir hérna; Leikstjórnin er þurr, tónninn alltof alvarlegur og keyrslan er nær því að vera grútleiðinleg heldur en það sem hún ætti að vera: spennandi. McTeigue fellur líka í þá algengu gryfju að slátra hasarnum með hröðum klippingum, alltof mörgum nærmyndaskotum og dimmum lýsingum, sem þýðir að maður nær mjög sjaldan að átta sig á því hver er að berjast við hvern. FEITUR mínus, og þetta er nú hasardrifin mynd.

Leikararnir gera ekkert mikið af viti heldur. Kóreski skemmtikrafturinn (?) Rain - sem lék líka í Speed Racer - er að vísu ágætur í aðalhlutverkinu. Bara verst er að hann fær ekki næga athygli því Naomie Harris og Ben Miles (sem var eitt sinn frábær í sjónvarpsþáttunum Coupling) þvælast alltaf fyrir með grútleiðinlegu Europol sub-plotti sem hægir á öllu flæðinu. Ekki það að efninu sé viðbjargandi því handritið er algjör tjara frá byrjun til enda. Klisjur hrúgast ofan á aðrar klisjur og á endanum gat mér ekki verið meira sama um hvort aðalhetjan myndi lifa af eða ekki. Það getur ekki verið auðvelt að skapa svona mikið brjálæði á skjánum sem er síðan bara svæfandi þegar uppi er staðið. Það hljómar eins og einhvers konar afrek.

Ninja Assassin mun ábyggilega best virka á krakka sem eru of ungir til að mega sjá hana, og það er líklega bara útaf blóðbaðinu. Allt annað er bara djöfulsins tímasóun ef þið spyrjið mig, og ég skal alveg segjast hafa verið mjög svekktur því þegar ég fer á mynd sem ber svona titil þá *langar* mig til að geta notið mín í botn. Í staðinn fær heildin örfáa punkta fyrir góðar brellur og fáeina smekklega dauðdaga.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.11.2019

Lin tilkynnir tökulok Fast and Furious 9

Leikstjórinn Justin Lin, sem leikstýrir nú Fast and Furious mynd í fimmta skiptið, eftir að hafa tekið sér pásu í síðustu tveimur myndum, hefur tilkynnt að tökum sé lokið á níunda bílahasarnum, sem enn hefur ekki feng...

07.10.2011

Ný stikla: The Raven

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd John Cusack, The Raven, var gefin út í dag. Í henni fer Cusack með hlutverki skáldsins fræga, Edgar Allan Poe, í skálduðum kafla lífs hans. Poe er fenginn til að hjálpa lögreglunni við ...

11.07.2011

Bond fær loksins Moneypenny

Margir bíða spenntir eftir næsta kafla í James Bond seríunni og fréttir af honum hafa einungis gert aðdáendur njósnarans ofursvala spenntari. Fyrir þónokkru síðan kom í ljós að stórleikararnir Javier Bardem og Ralph Fien...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn