Náðu í appið
Öllum leyfð

Mr. Bean's Holiday 2007

(Bean 2, Mr. Bean's Vacation)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. apríl 2007

Disaster is a small step away

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Mr. Bean vinnur ferð til Frakklands og vídeótökuvél, en þar verður hann óafvitandi til þess að ungur drengur verður viðskila við föður sinn, og þarf að hjálpa þeim að hittast á ný. Á leiðinni kynnist hann Frakklandi, hjólar, kynnist sannri ást, og ýmsum öðrum hlutum, á leið sinni til strandarinnar á Cannes í Frakklandi.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hér er á ferðinni alveg ágæt gamanmynd þar sem Mr.Bean(Rowan Atkinson) vinnur í happdrætti ferð til strendur Suður Frakklands. Eins klaufskur og þessi enski kauði er lendir hann fyrir slysni upp í sveit, tekur óvart þátt í auglýsingu og er eftirlýstur fyrir algjöran misskilning. Mr.Bean er ógeðslega sjúkur náungi. Í alvöru. Og sennilega það allra fyndnasta sem Rowan Atkinson hefur komið nálægt. Já, það er hægt að hlæja talsvert að þessari mynd Mr.Bean's holiday og hún er ekkert síður fyndin en þættirnir um þennan kumpána sem voru sýndir á rúv fyrir löngu síðan. Sem gamanmynd er hún stórfín en hún klikkar eiginlega á flestu öðru sem ég geri kröfur til. Það má eiginlega líta á bæði þessa mynd og hina sem var gerð á tíunda áratugnum sem hefðbundna Mr.Bean þætti bara í lengri kantinum og í öðru umhverfi. Mótleikarar Atkinson's hér eru verður að segjast talsvert slappir. T.a.m. Willem Dafoe sem er fínn leikari en ég eiginlega bjóst við betri frammistöðu hjá honum í þessari mynd. Ég gef Mr.Bean's holiday tvær og hálfa stjörnu fyrir að vera bráðfyndin, ærslafull og nokkuð skemmtileg en snilld er hún ekki og ekki þá búast við því. Farið bara í bíó á þessa og skemmtið ykkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn