Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fínasta testósterónsprauta
300 er ein af þessum myndum sem að flestir virðast elska. Það hefur verið í tísku hjá mainstream-hópum að telja myndina vera einhverja bestu, flottustu og öflugustu "stríðsmynd" allra tíma. Ég er ekki frá því að segja að hún sé meðal flottustu mynda sem ég hef séð á hvíta tjaldinu vel og lengi, og að auki nær hún fullkomlega að fanga anda Franks Miller. En að kalla myndina hátt í frábæra er gjörsamlega ofaukið að mínu mati.
Alls ekki misskilja mig, samt. Myndin er dúndur afþreying! Skemmtileg, brjáluð, svöl nánast út í gegn og stórvel unnin í þokkabót. Það er ekki fyndið hvað Gerard Butler er nettur þarna sem Leonidas, konungur Spartverja. Hann sýnir bæði haug af hörku og húmor ("There's no reason we can't be civil."), og er alveg hrein dásemd að fylgjast með honum. Aukaleikarar eru ágætir, býst ég við, en þeir hverfa nánast allir í skugga Butlers.
Stærsti galli myndarinnar er hvernig hún missir dampinn í sub-plottinu með "stjórnmálin" og eiginkonu Leonidas. Þ.e.a.s. í hvert sinn sem að fókusinn var dreginn í burtu frá bardagavöllunum eftir ákveðinn tíma, þá missti myndin gjarnan flæðið og leiddi það til þess að mér fannst myndin vera örlítið lengri en hún þurfti að vera. Þessi söguþráður var heldur ekki í bókinni og þ.a.l ekkert nema óþörf uppfylling. Bardagasenurnar eru annars vegar skemmtilegar og ferskar, og engar tvær slíkar senur eru eins. Einnig er stíllinn yfir þeim flottur og aðskilur það þessa mynd frá undanförnum myndum á borð við Troy eða Kingdom of Heaven.
Stíllinn, eins og margt annað, skilar sér með hvílíku trompi - þó svo að myndin eigi til með að sleppa sér út í einum of margar senur sem að minna töluvert á tónlistarmyndbönd. Leikstjórinn Zack Snyder (sem gerði seinast stórfína hluti með Dawn of the Dead-endurgerðina) hefur greinilega eytt meiri tíma í að leika sér að útlitinu fremur en að fínpússa handritið betur, en þrátt fyrir stórkostlega vinnu þar sem nánast hver einasti rammi er gerður að listaverki þá réttlætir það ekki teygða lopann. Slow motion-notkunin var líka orðin fullmikil eftir ákveðinn tíma. Meira að segja Wachowski-bræður myndu kalla þetta "overkill," og þar er mikið sagt.
Ég er samt ánægður með þessa mynd að flestu leyti, sem skemmtilegt áhorf þá. Hún er vissulega gölluð svo ég tali nú ekki um að það vanti tilfinningalegan þunga sem og kröftugri átök til að myndin ætti jafnvel tækifæri á því að falla í hóp betri stríðsmynda kvikmyndasögunnar. Ég hugsa að Frank Miller geti verið sáttur þar sem myndin er álíka kaffærð í testósteróni og bókin, sem sýnir að hér sé um nokkuð trausta aðlögun að ræða. En snilld verður seint hægt að kalla hana.
7/10
300 er ein af þessum myndum sem að flestir virðast elska. Það hefur verið í tísku hjá mainstream-hópum að telja myndina vera einhverja bestu, flottustu og öflugustu "stríðsmynd" allra tíma. Ég er ekki frá því að segja að hún sé meðal flottustu mynda sem ég hef séð á hvíta tjaldinu vel og lengi, og að auki nær hún fullkomlega að fanga anda Franks Miller. En að kalla myndina hátt í frábæra er gjörsamlega ofaukið að mínu mati.
Alls ekki misskilja mig, samt. Myndin er dúndur afþreying! Skemmtileg, brjáluð, svöl nánast út í gegn og stórvel unnin í þokkabót. Það er ekki fyndið hvað Gerard Butler er nettur þarna sem Leonidas, konungur Spartverja. Hann sýnir bæði haug af hörku og húmor ("There's no reason we can't be civil."), og er alveg hrein dásemd að fylgjast með honum. Aukaleikarar eru ágætir, býst ég við, en þeir hverfa nánast allir í skugga Butlers.
Stærsti galli myndarinnar er hvernig hún missir dampinn í sub-plottinu með "stjórnmálin" og eiginkonu Leonidas. Þ.e.a.s. í hvert sinn sem að fókusinn var dreginn í burtu frá bardagavöllunum eftir ákveðinn tíma, þá missti myndin gjarnan flæðið og leiddi það til þess að mér fannst myndin vera örlítið lengri en hún þurfti að vera. Þessi söguþráður var heldur ekki í bókinni og þ.a.l ekkert nema óþörf uppfylling. Bardagasenurnar eru annars vegar skemmtilegar og ferskar, og engar tvær slíkar senur eru eins. Einnig er stíllinn yfir þeim flottur og aðskilur það þessa mynd frá undanförnum myndum á borð við Troy eða Kingdom of Heaven.
Stíllinn, eins og margt annað, skilar sér með hvílíku trompi - þó svo að myndin eigi til með að sleppa sér út í einum of margar senur sem að minna töluvert á tónlistarmyndbönd. Leikstjórinn Zack Snyder (sem gerði seinast stórfína hluti með Dawn of the Dead-endurgerðina) hefur greinilega eytt meiri tíma í að leika sér að útlitinu fremur en að fínpússa handritið betur, en þrátt fyrir stórkostlega vinnu þar sem nánast hver einasti rammi er gerður að listaverki þá réttlætir það ekki teygða lopann. Slow motion-notkunin var líka orðin fullmikil eftir ákveðinn tíma. Meira að segja Wachowski-bræður myndu kalla þetta "overkill," og þar er mikið sagt.
Ég er samt ánægður með þessa mynd að flestu leyti, sem skemmtilegt áhorf þá. Hún er vissulega gölluð svo ég tali nú ekki um að það vanti tilfinningalegan þunga sem og kröftugri átök til að myndin ætti jafnvel tækifæri á því að falla í hóp betri stríðsmynda kvikmyndasögunnar. Ég hugsa að Frank Miller geti verið sáttur þar sem myndin er álíka kaffærð í testósteróni og bókin, sem sýnir að hér sé um nokkuð trausta aðlögun að ræða. En snilld verður seint hægt að kalla hana.
7/10
Nóg hefur verið skrifað hér að ofan um 300 held ég. Geri fólk sér grein fyrir að hún er egningasaga manns á leið í orrustu, þá er fólk í réttu stellingunum fyrir myndina. Það á að vera nokkuð augljóst, en mögulega fara einhverjir á mis við það. Setjið ykkur í réttar stellingar og njótið alveg hreint stórkostlegrar myndar sem þið munið aldrei gleyma.
Mér finnst myndin alveg geggjuð vegna þess að þessi mynd tengist öll allt dramað og hasarinn í þessari mynd þeir sem hafa gaman af myndum með MIKIÐ af flottum tæknibrellum ættu ekki að láta þessa mynd framhjá sér fara auðvitað uppað vissu marki er hún ýkt en bardaga atriðin bæta það alveg upp ég fór sjálfur á þessa mynd tvisvar og er jafn góð í annað skipti eins og í fyrsta skiptið en maður pældi aðeins meira í henni í seinna skiptið en mín skoðun er bara að þeir sem hafa gaman af stríðsmyndum sem eru ekki í nútímanum eða með einhverjum framtíðarvopnum eiga tímælalaust að skella sér á þessa mynd
Frekar, frekar flott mynd. Fullt hús fyrir útlit. Hún segir að mestu sanna útgáfu af sögunni þegar 300 Spartverjar ásamt konungi sínum Leonidas vörðust í 3 daga við Thermopilae á Grikklandi. Sagan er sannarlega töluvert færð í stílinn. Þannig voru 'the immortals' ósköp venjulegir menn. Þeir gengu einnig undir nafninu 'hinir 10.000' enda var það föst regla að þeir væru alltaf 10.000. Spartverjarnir sjálfir voru nákvæmlega eins ótrúlega klikkaðir eins og er lýst í myndinni. Það er ekki út af engu að enn þann dag er talað um að vera 'spartneskur' í hegðun, t.d. ef menn lifa mjög einföldu lífi, forðast allann munað, og gefa sig í engu gagnvart nokkrum. Spartneskar vistarverur eru á sama hátt mjög fábreyttar vistarverur án alls munaðar. Hvað sem við getum sagt um Spartverjana voru þeir eftirmynnilegir, en einnig bálklikkaðir. Aþeningar voru miklu mun viðkunnanlegri. Á meðan Aþena var lýðveldi var Sparta með nokkurskonar alræðisfyrirkomulag. Frjálsir Spartverjar voru í miklum minnihluta á sýnu landsvæði. Allir aðrir voru með verra hlutskipti, sumir voru með borgararétt án þess að teljast Spartverjar, en flestir voru í nokkurskonar þrældómi. Frjálsir Spartverjar máttu ekki vinna hefðbundna vinnu, það sáu þrælarnir um. Allir karlmenn voru í hernum fram að þrítugu, í varaliðinu fram að sextugu, en eftir það sátu þeir í öldungaráðinu. Hinir svokölluðu 'ephorar' voru nokkurskonar ríkisstjórn, en þeir voru kosnir til eins árs af öldungaráðinu og máttu ekki sitja aftur sem 'ephorar'. Tja, eins og ég segi, ekki huggulegt þjóðfélag. En orustan við Thermopylae var samt sem áður mikilvæg. Hún sýndi öllum Grikkjum að Persar voru ekki ósigrandi, og árið eftir var persneski herinn gjörsigraður. Það fylgir ekki sögu þessarar myndar hvað Aþeningar voru að gera á sama tíma, en það er önnur epísk saga. Þeir fylgdu öðru plani. Höfðu yfirgefið Aþenu, brennt hana sjálfir svo Persar fengju þar ekkert herfang, siglt svo burt á flotanum sínum. Síðan sátu þeir um persneska flotann. Þeir létu berast til persneska flotaforingjans að þeir væru á ákveðnum tilteknum stað, fylgdust svo með siglingu flotans og sátu um hann er hann sigldi í gegnum þröngt sund við eyna Salamis, þar sem 300 galeiður Aþeninga gjöreyddu persneska flotanum sem var eitthvað á milli 10 og 20 sinnum stærri. Nokkurskonar sjóútgáfa af orustunni í Thermopylae en með hagstæðari niðurstöðu. Þetta var hinn raunverulegi ósigur Persa, því án flotans gátu þeir ekki séð her sínum fyrir vistum eða flutt til hans liðsauka. Dareios sá sitt óvænta og fór á brott frá Grikklandi. Síðan var það sem eftir var af her hans á Grikklandi gjöreytt árið eftir, og Leonidasi og mönnum hans hefnt. Þetta var mjög mikilvægt stríð, því að án Grikklands hefði vestræn siðmenning aldrei þróast með þeim hætti sem hún svo gerði.
Ég vissi nánast ekkert um þessa mynd. Sá plakatið utan á Sambíóunum og var alltaf að velta því fyrir mér um hvað þessi mynd væri. Ég varð svo fróðari um myndina degi fyrir frumsýningu.
Trailerinn lofaði góðu og stóð svo við loforðin. Myndin er hreint út sagt æðisleg. Síðast þegar mér leið svona í bíó hlýtur að hafa verið þegar ég var krakki. Hún uppfyllti allt, kom mér á óvart, var sjokkerandi, og ógeðslega falleg, með áherslu á ógeðslega. Bardagaatriðin voru ótrúlega flott og ég segi með sanni að þarna er ein besta mynd sem ég hef séð í lengri tíma og skipar nú eytt af þeim sætum.
Þegar maður kemur út af myndinni þá er maður forvitinn um söguna og langar til að kynna sér þessar persónur nánar. Það er ekki annað hægt en að mæla með þessarri mynd. Hún er æðisleg!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
16. mars 2007