Náðu í appið
82
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Godfather 1972

Justwatch

An offer you can't refuse.

175 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 100
/100
Myndin fékk þrjú Óskarsverðlaun. Marlon Brando fyrir bestan leik í aðalhlutverki ( neitaði að taka við þeim ), Besta mynd og Besta handrit.

Sagan hefst þegar "Don" Vito Corleone, yfirmaður mafíufjölskyldu í New York, er með fjölskyldu og vinum í brúðkaupi dóttur sinnar. Heittelskaður sonur hans, Michael, er nýkominn heim úr stríðinu, en ætlar sér ekki að koma til starfa hjá föður sínum. Í gegnum líf Michaels sést hvernig umsvif fjöskyldunnar ganga fyrir sig. Viðskiptin eru rétt eins og aðalmaðurinn... Lesa meira

Sagan hefst þegar "Don" Vito Corleone, yfirmaður mafíufjölskyldu í New York, er með fjölskyldu og vinum í brúðkaupi dóttur sinnar. Heittelskaður sonur hans, Michael, er nýkominn heim úr stríðinu, en ætlar sér ekki að koma til starfa hjá föður sínum. Í gegnum líf Michaels sést hvernig umsvif fjöskyldunnar ganga fyrir sig. Viðskiptin eru rétt eins og aðalmaðurinn sjálfur. Vinsamleg í garð þeirra sem sýna virðingu en miskunnarlaus og ofbeldisfull gagnvart þeim sem gera það ekki, eða standa í vegi fyrir fjölskyldunni. Don Vito lifir lífi sínu í stíl við tilveruna í gamla landinu, Ítalíu. En tímarnir eru að breytast og sumir vilja færa hluti til nútímahorfs. Upprennandi óvinur fjölskyldunnar vill byrja að selja eiturlyf í New York, en þarf að fá Don Vito til að leggja blessun sína yfir ráðagerðina. Árekstrar á milli gömlu mafíugildanna og hinna nýju eiga eftir að verða kostnaðarsamir og sársaukafullir.... minna

Aðalleikarar

Must see snilld!
Ég sá The Godfather fyrst fyrir nokkrum árum og fílaði hana ekkert sérstaklega, ég vil meina að ég hafi verið ung og vitlaus. Um daginn tók ég svo Godfather I-III maraþon og áttaði mig á því hversu mikil snilld þessar myndir eru.

The Godfather fjallar um guðfaðirin mafíósan Vito Corleone og fjölskyldu hans. Það þarf í raun og veru ekkert að fara frekar út í söguþráðinn en þetta er löng epísk mynd með ótrúlegum söguþræði. Myndin er bæði fyndin, hádramatísk og rómantísk. Allt sem maður vill upprúllað í eina mynd.

The Godfather er mynd sem maður þarf að horfa á í rólegheitum og kannski eftir ákveðin aldur. Svo eru hinar myndirnar líka mjög fínar (nr. 3 er kannski frekar mikil sápuópera en jæja...). Handritið er fáranlega vel skrifað enda er fólk alltaf að tala upp úr henni. Marlon Brando er snillingur í hlutverki sínu og sýnir sína bestu hæfileika.

Þú átt að sjá The Godfather einu sinni á ævinni ef ekki oftar í góðra vina hópi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ein af bestu mafíumyndum sem gerð hefur verið
Ég er ekki hissa að þessi mynd sé nr. 2 á imdb. Þessi mynd er bara tær snilld. Ein af bestu mafíumyndum sem hefur verið gerð.
Myndin fjallar í stuttu máli um Corleone mafíu-fjölskyldunna og mörgu vandamál hennar. Myndin byrjar á brúðkaupi Connie, dóttur Donsins. Þetta er mjög langt en mjög vel gert atriði. Síðan víkur sögunni mest á Michael Corleone, son Donsins og hvernig hann verður hægt og rólega að byrja að stjórna fjölskyldunni.
Francis Ford Coppola leikstýrir þessari mynd og gerir það fullkomlega. Það hefði enginn getað gert það betur. Hann vann óskarsverðlaunin fyrir handritið.
Marlon Brando og Al Pacino leika aðalhlutverkin. Brando leikur sjálfan Don Vito sem allir ættu að þekkja, jafnvel þeir sem ekki hafa séð myndina. Og af hverju þekkja hann allir. Jú af því að Brando leikur hann snilldarlega. Voldugur, virðulegur, ógnandi og vinalegur allt á sama tímanum. Vann óskarsverðlaunin sem besti leikari.
Pacino leikur Michael og þetta myndin sem gerði hann frægan. Hann hefur aldrei leikið jafn vel nema í The Godfather Part II, Scarface og Dog Day Afternoon. Maður getur augljóslega séð hvernig persónan þróast yfir myndina. Pacino er fullkominn í hlutverkið og enginn hefði getað leikið hann betur, ekki einu sinni Robert De Niro.
Aðrir leikarar standa sig líka vel eins og James Caan, Robert Duvall, Diane Keaton og John Cazale.
Myndin er um 170 mín. en verður aldrei léleg. Hápunktur myndarinnar er síðan skírnaratriðið.
Þessi mynd er snilld. Ef þið hafið ekki séð hana, þá sjáið hana. Ef þið hafið séð hana, þá sjáið hana aftur.

"I'll make him an offer he can't refuse."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þá eru það bestu myndir allra tíma að beiðni Iðunnar. Ég segi það af því nú þegar ég er búinn að horfa á þær aftur get ég ekki ímyndað mér betri myndir, allavega ekki betri seríu. Veiki hlekkurinn er auðvitað þriðja en förum í það síðar. Fyrstu tvær slá út myndir á borð við Citizen Kane, Lawrence of Arabia, The Shawshank Redemption og Rambo svo eitthvað sé nefnt. Nei, ég er nú bara að grínast með Rambo. Myndirnar eru gerðar eftir bókum Mario Puzo og hann aðstoðaði Coppola við að skrifa handritin. Tónlistin eftir Nino Rota í myndunum er einstök og jafn mikilvæg og tónlist Ennio Morricone í spagettívestrunum. Tónlistin byggist reyndar á öðru stefi eftir Fortunella. Í þessum myndum leika margir af bestu leikurum síðustu áratuga á borð við Marlon Brando, Al Pacino, Robert DeNiro, James Caan, Robert Duvall og Diane Keaton. Það er erfitt að finna mynd með flottari leikurum.

Þó að þessar myndir séu mafíumyndir og það sé talsvert ofbeldi í þeim eru þær í raun fjölskyldudrama. Það er lítið um hasar. Þær eru ljóðrænar og fallegar og allt er útfært af fágun og smekk. Myndirnar þrjár eru mjög misjafnar þrátt fyrir framhald af sömu sögu. Ég ætla að renna yfir söguþráð þessara mynda og minnast á sendu sem mér fannst skipta mestu máli, það verða spoilerar, en hver er ekki búinn að sjá The Godfather?

Fyrsta senan í fyrstu myndinni er kannski sú besta. Þar biður maður um “réttlæti” frá Vito Corleone fyrir dóttur sína. Hvernig doninn tekur á þessu máli er virðingavert. Þetta sýnir strax í byrjun að hann er ekki skepna og í raun sanngjarn maður. Líkt og í þriðju myndinni byrjar allt á gleðilegum hátíðarhöldum þar sem Connie er að gifta sig. Þar sér maður Michael sem saklausan ungan dreng kominn heim úr seinni heimstyrjöldinni. Sonny er elsti sonurinn, skapbráður og óþolinmóður líkt og sonur hann í þriðju myndinni (Andy Garcia).

Erjur við andstæðinga fjölskyldunnar byrja þegar Virgil “the Turk” Sollozzo vill fá Vito í eiturlyfjabransann. Vito trúir ekki á slíkt og synjar beiðni hans. Vito sendir svo Luca Brassi undercover til Tattaglia fjölskyldunnar en þeir drepa hann. Næst er ein magnaðasta sena seríunnar þegar Vito er skotinn við ávaxtastand og Fredo getur ekkert gert til að hjálpa. Örlög Vito eru þó falin áhorfendum þar sem maður fær ekki að vita fyrr en löngu síðar að hann lifði af. Mikilvæg sena fyrir Michael er þegar hann býður sig fram til að fara og hitta Sollozzo og dirty lögreglukaptein í því skyni að drepa þá. Minnir á “I will take the ring to Mordor”. Morðsenan á veitingastaðnum er magnþrungin og áhrifamikil þó maður viti hvað er að fara að gerast. Michael missti sakleysi sitt á staðnum.

Michael fer svo til Siciley og giftist þar. Á meðan er allt vitlaust í New York. Sonny er drepinn með tilþrifum og Vito segir “look how they massacred my boy”, sorgleg sena. Kona Michael er drepin í hans stað með bílsprengju og þess vegna fer Vito á fund allra mafíuforingjanna (heads of the 5 families) og semur um frið. Á fundinum kemst hann að því að Emilio Barzini var í raun á bakvið morðin. Vito veikist brátt, Michael tekur við rekstrinum, Tom og Fredo eru sendir til Vegas. Michael vill fara út í 100% löglegan rekstur og vill kaupa Moe Greene út úr spilavíti sem Corleone á hlut í. Hann neitar hinsvegar. Sal Tessio reynist vera svikari, “whoever approaches you with the meating is a traitor”.

Í lok myndarinnar er athöfn í kirkju þar sem Michael gerist guðfarið barns. Í athöfnina er fléttað inn morðum á öllum helstu andstæðingum Corleone fjölskyldunnar, þar á meðal Greene og Barzini. Senan er ótrúlega áhrifamikil og minnir á morðið á Kurtz í Apocalypse Now sem var fléttað við slátrun á nauti. Í lokin er Sal Tessio drepinn. Í lokin er Michael endanlega orðinn nýji doninn.

Ég taldi 14 morð í það heila á 168 mínótum. Þessi mynd verður betri í hvert sinn sem ég sé hana, það er magnað. Myndin var tilnefnd til 11 óskarsverðlauna og vann fyrir bestu mynd, handrit og leikara. Það er frægt að Marlon Brando neitaði að taka við verðlaununum. Stjarnan í þessari mynd er tvímælalaust Brando en Coppola á samt mestan heiður skilið fyrir að setja saman þetta tímalausa meistaraverk.

“Blood is a big expence”.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það munar rosalega litlu að The Godfather Part 1 fær fullt hús hjá mér það eina sem hindraði það var að myndin er pínu hæg á pörtum. Ég er eftir að sjá part tvö og margir segja að númer tvö sé besta framhaldsmynd allra tíma, og kanski fær hún fullt hús hjá mér ef hún er það góð. Hún fjallar um mann sem heitir Don Vito Corleone(Marlon Brando) og hann er aðalmaðurinn í einni stærstu glæpafjölskyldu á staðnum. Ef einhver þurfti að láta einhvern drepast þá færi sá maður til Vito og biður um hjálp frá honum. ATH! núna mun ég segja stór atriði úr myndinni og þeir sem ætla að sjá þessa mynd eða hafa ekki séð hana hættiði að lesa núna. Einn daginn þá er Vito skotinn og hann er fluttur á sjúkrahús, hann dó ekki en þá geta hinar glæpafjölskyldunar notað tækifærið og reynt að drepa hann svo að Corleone glæpafjölskyldan missi næstum öll völd. Michael(Al Pacino) er sonur hans Vito og á meðan Vito er á sjúkrahúsi þá á Michael að vera aðalmaðurinn á meðan. Fyrsta verkefnið hans er að drepa tvö valdamikla menn á veitingastað. Hann á að borða með þessum mönnum og láta þá vera afslappaða og svo á hann að segja að hann ætli á klósettið og þar tekur hann upp byssu sem er límd bakvið klósett og svo á hann að fara fram og skjóta þá. Eftir það á hann að vera í felum í eitt ár. Seinna í myndini deyr hann Vito og Michael á að vera Doninn eftir það. Mynd númer tvö skiptist í tvo parta Vito Corleone þegar hann er yngri og Michael hvernig hann tekur því að vera aðalmaðurinn í glæpafjölskyldu. Þessi mynd er með stærsta fræga leikaraflokki sem ég veit um, það eru Marlon Brando, Al Pacino, Robert Duvall, James Caan og Diane Keaton. Ég gef þesari mynd þrjá og hálfa stjörnu en það munar mjög litlu að hún fær fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Meistaraverk.
Hreinlega falleg mynd með frábærri tónlist og ég grét næstum því í endann. Mynd sem ekki ætti að vera bönnuð því að horfa á svona MEISTARAVERK gerir manni gott. Og ég er ellefu ára sem sýnir að krakkar geta líka haft gaman að henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.04.2022

Hefur varla séð neina kvikmynd - nýtt hlaðvarp

Glænýtt kvikmyndahlaðvarp, "Heimabíó", hefur litið dagsins ljós. Margir gætu kannast við þáttastjórnendurna, þá Sigurjón Inga Hilmarsson sem verið hefur útvarpsmaður á KissFM, stjórnað hlaðvarpinu Poppkúltu...

08.03.2022

The Godfather í 4k á 50 ára afmælisdaginn

Hin sígilda Óskarsverðlaunamynd The Godfather eftir Francis Ford Coppola á 50 ára afmæli mánudaginn 14. mars nk. en myndin var heimsfrumsýnd í New York í Bandaríkjunum á þessum degi. Af þessu tilefni gefst kvikmynda...

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn