Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Crimson Rivers 2: Angels of the Apocalypse 2004

(Les Rivières pourpres 2 - Les anges de l'apocalypse)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. júlí 2004

An unholy crime... An unstoppable killer... Caught in a deadly tide.

100 MÍNFranska

Rannsóknarlögreglumaðurinn Pierre Niemans er að rannsaka dauða manns á bakvið vegg í afviknu nunnuklaustri, í Lorrainie, nálægt þýsku landamærunum. Á sama tíma er annar rannsóknarlögreglumaður, Reda, að rannsaka morðtilraun á manni sem kallaður er Jesus. Á einhverjum tíma skarast leiðir þeirra, og þeir ganga í lið með Marie, sem er sérfræðingur... Lesa meira

Rannsóknarlögreglumaðurinn Pierre Niemans er að rannsaka dauða manns á bakvið vegg í afviknu nunnuklaustri, í Lorrainie, nálægt þýsku landamærunum. Á sama tíma er annar rannsóknarlögreglumaður, Reda, að rannsaka morðtilraun á manni sem kallaður er Jesus. Á einhverjum tíma skarast leiðir þeirra, og þeir ganga í lið með Marie, sem er sérfræðingur í trúarlegum málum, og berjast við Heinrich von Garten, þýskan menningar- og trúarmálaráðherra, og hóp valdamikilla munka.... minna

Aðalleikarar

Gleymd og grafin
Það var endalaust hægt að deila um frumleika fyrri myndarinnar, The Crimson Rivers (eða Les Rivières pourpres, ef þið viljið halda ykkur við franska titilinn). Sjálfum þótti mér hún einum of mikill blendingur af Se7en og Silence of the Lambs, en hún var engu að síður hörkuspennandi, vel skrifuð og á vissan hátt athyglisverð. Nú, einhverra hluta vegna, er komið framhald, ef framhald skildi kalla. Þetta er meira sjálfstæður þriller sem notar sömu meginpersónu og úr fyrri myndinni (ekki ósvipað tengslunum milli t.d. Kiss the Girls og Along Came a Spider). Engu að síður er samanburður hennar við sú fyrstu of sterkur og bókstaflega óhjákvæmalegur.

Framhaldið er bara á flestan hátt frekar dauft; spennan er ekki eins mikil, leikstjórnin ekki eins góð og andrúmsloftið nær aldrei sömu hæðum. Söguþráðurinn nær góðu flugi í upphafi og það leynist passlegur gotneskur stíll á honum, en með tímanum fer þetta bara út í eintóma trúarþvælu (eins og m.a. með Jesú persónuna. Hvað var málið með það??). Mér þykir líka leitt að segja þetta en Luc Besson mistekst rækilega með handritið (hvers vegna snýr kallinn sér ekki aftur að leikstjórn?!). Það skortir bara innihaldið til að vekja góðan áhuga áhorfandans, og eftir stendur ekki mjög margt.

Myndin fær samt plús fyrir stórkostlega myndatöku, og Jean Reno er auðvitað ávallt sami töffarinn og ekki er hægt að segja margt slæmt um hann (sérstaklega þegar hann er að leika á sínu máli). Christopher Lee lætur einnig sjá sig, en varir nú ekki lengur á tjaldinu en í rúmlega 15 mínútur, og það getur alls ekki boðað gott. Eitt er á hreinu, það er að þetta framhald er ekki eitthvað sem nær að toppa né kemst á sama plan og sú fyrri. Engan veginn.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn