Náðu í appið
Öllum leyfð

The Polar Express 2004

Justwatch

Frumsýnd: 3. desember 2004

Journey Beyond Your Imagination

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Myndin fjallar um ungan dreng sem fer um borð í kraftmikla töfralest á aðfangadagskvöld á leið til norðurpólsins og heim til jólasveinsins. Það sem fylgir í kjölfarið er ævintýri um dreng sem efast, en lendir í miklum ævintýrum á leiðinni, þar sem hann kynnist sjálfum sér upp á nýtt og sannfærir hann um að það skiptir máli að trúa á ævintýrin... Lesa meira

Myndin fjallar um ungan dreng sem fer um borð í kraftmikla töfralest á aðfangadagskvöld á leið til norðurpólsins og heim til jólasveinsins. Það sem fylgir í kjölfarið er ævintýri um dreng sem efast, en lendir í miklum ævintýrum á leiðinni, þar sem hann kynnist sjálfum sér upp á nýtt og sannfærir hann um að það skiptir máli að trúa á ævintýrin í lífinu.... minna

Aðalleikarar


Robert Zemeckis er einn magnaðasti leikstjóri síðustu ára eins og sjá má í upptalningunni neðst. Árið 2004 lá mikil dulúð yfir framleiðslu á The Polar Express og það var haft eftir Zemeckis að hann ætlaði að gjörbylta tölvuteiknimyndum. Að miklu leiti tókst það þar sem myndin er ótrúlega flott og vel gerð. Fólkið í myndinni er raunverulegra en þekkst hafðii fyrir þessa mynd en margir gagnrýndu myndina fyrir það sem kallað var dauð augu. Þrátt fyrir það verður að segjast að myndin hafi verið tilraun sem tókst vel. Með næstu mynd sinni Beowulf lagaði Zemeckis vandamálið með augun og tók tæknina skrefi lengra.

The Polar Express er mjög fín jólamynd. Ég og Ari horfðum á hana saman og skemmtum okkur báðir vel. Tom Hanks talar fyrir lestastjórann, jólasveininn og nokkrar aðrar persónur. Myndin er gerð með motion capture tækninni sem þýðir að leikararnir þurftu í raun að leika hreifingarnar líka, ekki bara tala. Myndin var tilnefnd til 3 óskarsverðlauna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Polar Express er akkúrat jólamynd sem að kemur manni í pottþétt jólaskap. Myndin fjallar um dreng sem trúir á jólasveininn en kemst að því að hann er ekki raunverulegur. En þegar líða fer á kvöldið, heyrir hann mikil læti og sér hann sér til mikillar undrunar lest fyrir utan herbergið hans. Hann ákveður að fara um borð í lestina. Byrjar þá mikið ævintýri og leit hans að sannleikanum um jólin, sem að er sjón að sjá. Robert Zemekis og Tom Hanks eru búnir að sanna það að þeir virka vel saman. Meðan Hanks kemur með brilliant frammistöður í fimm hlutverkum, er leikstjórn Zemekis traust og mjög góð. Þegar maður byrjaði að horfa á þessa mynd, fór maður strax að hugsa um Final Fantasy myndina. Polar Express er með mjög svipað útlit og FF, og er það alveg stórkostlegt að sjá hversu raunverulegar persónurnar eru í myndinni. Ein af betri jólamyndum sem ég hef séð. Mæli með öllum að sjá hana. Fullt hús í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jólaklassík. Það er til marks um hversu vel heppnuð þessi mynd er sem jólamynd, að hún er enn númer 4 á listanum yfir aðsóknarmestu myndirnar hverja helgi, 6 vikum eftir frumsýningu og jólahelgin sjálf er eftir. Nær ekki fyrir kostnaðinum í bíó, en mun án efa komast í plús á DVD sölu, auk þess sem hún mun líklega koma aftur í bíó á hverjum jólum hér eftir. Ég var svo heppinn að sjá þessa mynd í IMAX bíói í þrívídd með póleruð gleraugu og fínerí (ekki rauða/bláa draslið, heldur tvær myndir, ein fyrir hvort auga sem aðgreinast með póleruðum gleraugum). Fyrir þá sem ekki vita það, þá er IMAX filmuramminn 10 sinnum stærri en venjuleg 35mm filma og því gífurlega hrein mynd með ótrúlegum smáatriðum, sýningartjaldið á við 10 hæða hús og fyllir alveg út í sjónarsvið manns, 12.000 W hljóðkerfi með 44 hátölurum, ljósið úr sýningarvélinni myndi sjást með berum augum frá jörðinni væri vélin staðsett á tunglinu svo það er sæmilega björt mynd á tjaldinu og er ótrúlega flott á að horfa. Eins góð og hún er í venjulegu bíói, er hún óviðjafnanleg í IMAX-3D. Tom Hanks fer á kostum í fimm hlutverkum. Hann leikur lestarstjórann, litla strákinn og pabba hans, heimilislausa manninn og svo sjálfan jólasveininn. Allt gert með motion-capture, sem í fyrsta sinn notast við 'performance capture', þar sem andlitshreyfingar leikaranna eru teknar upp á sama tíma og líkamshreyfingarnar. Hreyfingarnar teknar inn í tölvu og þar er hægt að tengja þær við hvaða tölvulíkan sem er, þannig að hver sem er getur leikið hvern sem er. T.d. er hugsanlegt að Humphrey Bogart skjóti upp kollinum í bíómynd í framtíðinni, endurskapaður á þennan máta... þetta er ekki endilega bundið við teiknimyndir. Jólaleg jólamynd er nokkuð sem hefur ekki tekist að búa til lengi. Flestar verða ofurvæmnar klisjur eða þá hundleiðinlegar og tilgerðarlegar. Þessi er skemmtileg og nær fullkomlega töfrum jólanna eins og þau eru í augum barna. Það liggur við að mann langi til að trúa á jólasveininn aftur eftir þessa mynd... Mæli hiklaust með henni fyrir alla fjölskylduna. Það væri bara óskandi að Íslendingar fengju að njóta hennar í þrívídd líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hey ef þú ert að spá að sjá þessa mynd, þá af hverju ertu ennþá

heima!

Tom Hanks fer á kostum


þessa mynd verður þú að sjá

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flott ferð sem missir damp í lokin
Keppninni um jólalegustu mynd ársins er svo sannarlega lokið, og þar hlýtur The Polar Express titilinn án nokkurs vafa.

Eftir að hafa horft á hana fór ég að hugsa hversu ógurlega langt það var síðan ég seinast sá vel heppnaða, klassíska jólamynd sem hentar allri fjölskyldunni. Þessi mynd skilur eftir sig spor í þessum geira. Ég viðurkenni að hún er hvorki fullkomin né meistaraverk að einhverju leyti, en sagan býr yfir alveg nægum töfraskammti til að heilla áhorfandann. Ekki nóg með það, heldur er myndin í sjálfu sér algjör bylting út frá tæknilegum hliðum. Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd til að notast á við svokallaða ''motion-capture'' tækni (sem gengur einfaldlega út á það að leikararnir klæðast sérstökum búningum með skynjurum og tölvan skannar inn hreyfingar þeirra - þessi aðferð var m.a. notuð til að skapa Gollum í LOTR), þannig að hér er ekkert á ferðinni í líkingu við Pixar eða Dreamworks mátann. Allavega, þá er myndin framúrskarandi hvað útlit hennar varðar. Ekki síðan Final Fantasy hef ég séð eins raunverulegt umhverfi og mörg smáatriðin eru þannig að þeim verður ekki lýst með orðum. Stórmerkilegt er t.d. hversu mikið lestavörðurinn er furðulega líkur Tom Hanks, á alla vegu, en hann ljær einmitt þeirri persónu rödd sína ásamt nokkrum öðrum.

Væri The Polar Express eins góð á sögulegu stigi og umbúðirnar væri hér pottþétt um að ræða einhverja bestu mynd ársins. Eins og áður sagði er myndin heillandi, en hlýleikann vantar örlítið og seinni helmingurinn drattast smávegis niður frá þeim fyrri. Lestarferðin sjálf er skemmtilegasti partur myndarinnar. Hann er athyglisverðastur, mest spennandi og virkar á mann eins og rússibani á köflum. Eftir það minnka slíkir þættir um rúma helming og sagan hættir að verða eins mikið ævintýri. Engu að síður er ljómandi gott að sjá loksins ekta jólamynd sem sýnir hinn sanna jólaanda á réttan hátt í stað þess að predika yfir áhorfandanum of mikið með væmnum, leiðinlegum eða há-amerískum boðskap. Það er þó merki um það að Robert Zemeckis sé enn og aftur að gera einhvern hlut réttan.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.12.2020

Ekki gott lúkk, Zemeckis

Strætó-útgáfan:Þessi saga Roald Dahl býður upp á spennandi útfærslu, en hér er því miður um áhrifalitla útgáfu að ræða. The Witches frá Robert Zemeckies er flækt í tónaglundroða og sjónarspilið er s...

03.04.2018

Star Wars leikkona látin

Hin smávaxna kvikmyndaleikkonan Debbie Lee Carrington, sem lék uppreisnarmann frá Mars í upprunalega Arnold Schwarzenegger framtíðatryllinum Total Recall, og ewoka í Star Wars, auk annarra hlutverka í sjónvarpi og kvikmyndum, er l...

13.10.2015

Nýtt í bíó - The Walk

Hin ævisögulega kvikmynd The Walk verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Jafnframt verður myndin forsýnd í Háskólabíói á morgun, miðvikudag kl. 20:00. Myndin segir ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn