Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The League of Extraordinary Gentlemen 2003

Justwatch

Frumsýnd: 12. september 2003

The power of seven become a league of one

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 17% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

The Fantom er að reyna að koma af stað heimsstyrjöld. Hann býr yfir háþróuðum vopnum, auk þess sem hann er klókur og fær þjóðirnar upp á móti hverri annarri. Drottningin sendir eftir Allan Quatermain, til að fá hann til að elta uppi hópinn sem er að reyna að koma af stað stríði. Á leynilegum fundi hittir Quatermain þá sem hann á að vinna með í þessari... Lesa meira

The Fantom er að reyna að koma af stað heimsstyrjöld. Hann býr yfir háþróuðum vopnum, auk þess sem hann er klókur og fær þjóðirnar upp á móti hverri annarri. Drottningin sendir eftir Allan Quatermain, til að fá hann til að elta uppi hópinn sem er að reyna að koma af stað stríði. Á leynilegum fundi hittir Quatermain þá sem hann á að vinna með í þessari sendiför. Með honum fara Nemo skipstjóri, Mina Harker, Rodney Skinner, Dorian Gray, Tom Sawyer og Dr. Henry Jekyll ( og einnig Edward Hyde ). Fljótlega komast þau að því að Fantom stendur á bakvið allar árásirnar, en meira býr að baki heldur en virðist í fyrstu. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er góð, góð og frábær!!! Hr. Hyde, dr.Jekyll, blóðsugan Mina Harker, ósýnilegi maðurinn Rodney Skinner, bandaríski njósnarinn Sawyer, ódreplegi maðurinn Dorian Gray, Nemo skipstjóri og hinn mikli ævintýramaður Allan Quartermain. Öll bú þau yfir miklum hæfileikum sem er bæði í senn blessun og bölvun og einnig búa þau öll yfir vafasamri fortíð. Þau þurfa að læra að treysta hvor öðru en einhver vill sundra hópnum. Þau þurfa að berjast við snjallan glæga foringja sem kallar sig Fantom og ætlar að koma af stað heimstyrjuöld. Góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The League Of Extraordinary Gentlemen er frábær mynd með Sean Connery(The Hunt For Red October)í aðalhlutverki. Það eru frábærar tæknibrellur í þessari mynd eins og þegar Jekyll Var að breytast í Mr. Hyde og ég mun aldrei gleyma henni. það er alltaf einhver spenna í öllum köflunum (og ég elska þegar Mr.Hyde og hinn gaurinn voru að berjast). Ég mæli rosa rosa mikið með þessa mynd - kíkið á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað skeður þegar góð teiknimyndasaga er tekin í Hollywoodhakkarann og gerð að bíómynd?

Þessi óhugnaður.


Hreinlega með betri teiknimyndasögum allra tíma er tekin þarna og slátrað eins og svíni.

Allt við þessa mynd er lélegt meira segja sir sean connery nær engu flugi.

Af fullri alvöru segi ég við alla sem hafa hugsað sér að sjá hana. LESIÐ BÓKINA.

það sama gildir um From Hell
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein af þessum myndum sem hægt er að hafa gaman af án þess að grafa of djúpt í söguþráðinn. Myndin er byggt á myndasögum en myndin virkar næstum eins og teiknimynd hún er svo ótrúlega ótrúverð. Það er engin skilgreining á raunveruleika hér, gæti alveg eins að þau væru í The Matrix. Annars er þetta fín mynd. Sean Connery er góður og allir hinir. Góðar persónur, tæknibrellurnar góðar á mismunandi stigum og bara miðjumoðsmynd. Ég kvarta ekki, ég hafði engar væntingar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er ekkert léleg eins og sumir segja en hún er með mjög góðum tæknibrellum og með léttan undirtón. Maður sem kallar sig Phantom eða drauginn er búinn að koma af stað heimsstyrjöld og hópur af fólki er kallað saman. Það er ævintýramaðurinn Allan Quartermain (Sean Connery,The Untouchables), bandaríski njósnarinn Sawyer (Stuart Townsnefnd,Queen Of The Damned),ódauðlegur maður,vampíra,Dr,Jekyll og Mr.Hyde, indverski skipstjórinn Nemo og ósýnilegi maðurinn. Þau þurfa öll að yfirbuga Phantom en tveir menn úr sjálfum hópnum svíkja þau öll en ég segi ekki hver því ég vil ekki vera spoiler. Flestar persónurnar eru úr gömlum hryllingsmyndum eins og vampíran,ósýnilegi maðurinn,Dr,Jekyll ofl. en þeir eru alveg eins og í gömlu myndunum,alveg eins í útliti og persónuleika. Myndin er byggð á myndasögum Alans Parkers.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn