Náðu í appið
Öllum leyfð

A Knight's Tale 2001

(A Knights Tale)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. september 2001

Truth can be dangerous... Trust can be deadly.

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Heath Ledger (Patriot), er William Thatcher, bóndasonur með drauma um að verða riddari í burtreiðum en það er íþrótt fyrir virta aðalsmenn, ekki bóndasyni. Þetta stoppar aftur á móti ekki drauminn hans, og gerir hann það sem þarf til að fá að keppa, jafnvel þótt að það þýði að svindla og ljúga örlítið.

Aðalleikarar


Mér sýnist ég vera einn þeirra fáu sem tók þessari mynd með léttu skapi, fyrst þegar ég sá hana í júní 2001 þá fannst mér ekkert varið í hana. Svo þegar ég fékk hana á DVD sem gjöf nýlega þá kom það mér á óvart að ég fílaði myndina. Þeir sem gagnrýna þessa mynd segja flestir að tónlistin hafi alls ekki passað, fyrst þarf að fatta það að þessi mynd er allt nema alvarleg, mér fannst tónlistin bara fyndin og strax þegar ég kom skilningi mínum um myndina á hreinu þá varð myndin samstundis betri. Því miður þá hefur myndin alveg ferlega ástarsögu milli Heath Ledger og Shannyn Sossamon, aðallega því hversu slöpp Shannyn var í myndinni, annars þá eru aukaleikararnir mjög sterkir í sínum fyndnu hlutverkum, þau Paul Bettany, Mark Addy, Alan Tudyk, Rufus Sewell og Laura Fraser. A Knight's Tale er ekki mynd sem ætti að dæma eftir gæðum, ef þú fattar myndina þá hefur gaman af henni, ef þú leyfir sjálfum þér til þess að gleyma hve virkilega röng sagan er þá ætti það ekki að vera vandamál. Sem dæmigerð saga á óvenjulegan hátt er A Knight's Tale mjög skemmtileg, allt sem gerir myndir að klisjur er til staðar, eins og Brian Helgeland segir á commentary á DVD disknum, þá var öll myndin stanslaust grín alveg frá handritskrifum til útgáfu. Helsti styrkurinn við handritið hans eru persónuskapanirnar, Helgeland skapaði helvíti góða karaktera fyrir söguna. Þetta fellur endanlega á persónulegri skoðun og hvernig fólk túlkar myndina því það er ekkert við myndina sem í raun gerir hana að ´góðri mynd´.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég tók þess mynd á leigu bjóst ég nú við því allra lélegasta svona týpískri hetjumynd.

Þetta er nú svona eiginlega hetjumynd en bráðskemmtileg þetta er um strák sem ætlar að vinna pening í svona hestakeppni (man ekki hvað þetta heitir) En svo fer hann á kostum og sigrar alla.

Þetta er svo geðveikt fyndin mynd var í hláturskast allan tímann. Þessi rauðhærði fer á kostum.

MÆLI EINDREGIÐ MEÐ ÞESSARI MYND

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æi, ég veit ekki.. frekar mikil vonbrigði. Mér fannst hugmyndin að myndinni mjög góð og þess vegna fannst mér sorglegt að horfa uppá hvernig hún var gerð miklu lélegri en hún hefði getað verið. Alveg ótrúlega týpísk mynd bara, kemur lítið á óvart. Shannyn Sossamon getur engan veginn leikið.. Og mjög pirrandi karakter, til hvers í fjandanum var gert eitthvað stelpuhlutverk úr járnsmiðnum, var ekki alveg að skilja það, hún þjónaði einstaklega litlu hlutverki. Aukaleikararnir stóðu sig hinsvegar vel, margir brandarar sem fuku og fyrir það fær myndin þessar eina og hálfu.. og af því að það er alveg gaman að horfa á Heath Ledger á tjaldinu :) Hann er fínn leikari en ekkert spes í þessari mynd. En þessi mynd er mjög gleymanleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög slöpp og illa leikin mynd. Heath Ledger er aldeilis ekki að standa sig í þessary mynd. A Knight´s Tale er mynd með týpísku Amerískum og fyrirsjáanlegum endi og aulabrandarar koma mikið fyrir. Ég get ekki gefið henni meira en 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega flott mynd! ég fór að sjá hana á frumsýningu og ég hreinlega vissi ekki við hverju ég átti að búast! Ég skellti mér nú samt og ég sá ekki eftir því! Þessi mynd hafði nánast allt! Flotta hetju, flottan vondan kall, spennu, rómantík, hugrekki, húmor, skemmtilegan söguþráð og flotta myndatöku. Heath Legder var einstaklega flottur sem hinn fátæki wannabe riddari, hann á bjarta framtíð fyrir sér sem leikari og ekki skemmir fyrir að hann er mjög myndarlegur!! Vinir hans í myndinni voru hrein snilld og ótrúlega fyndnir. Gellan í myndinni er voða sæt en það vantar kannski aðeins upp á hæfileikana en það reddast svosem alveg. Burtreiðarsenurnar voru ekkert smá flottar og fléttan af nútímatónlistinni og nútímatalinu inn í gamaldasgsumhverfi eru savolítið skrýtin fyrst en með opnum huga verður það bara flott!! Ég mæli sterklega með þessari mynd fyrir allsherjarskemmtun! Snilldar gamanmynd. Þeir sem stóðu að þessari voru alls ekki að taka sig alvarlega og það sést vel í myndinni. Sambland miðalda við 20. aldar menningu tekst oftast snilldar vel og gefur myndinni einstakan, en undarlegan, feeling. Ekkert er verið að hafa allt of miklar áhyggjur af plotti, vondi kallinn er bara vondur, hann þarf enga ástæðu. Margar persónurnar í myndinni eru algjör snilld og ber þar hæst nakta ritarann. Bardaga atriðin eru mjög vel gerð og þótt bandarískri væmni sé nokkuð fyrir að fara er hún óvenjuvel gerð og atriðið með föðurinn er hreinlega með þeim bestu sem ég hef séð lengi. Tónlistin í myndinni er hreint út sagt frábær, bæði það sem samið er sem bakgrunns tónlist og svo 20. aldar rokktónlistin sem spila stóran þátt í sumum af bestu atriðum myndarinnar (sér í lagi ballið). Til þess að hafa gaman af þessari mynd verður maður, að ég held, að vita hverju er að búast við og alls ekki taka neinu alvarlega. Þessi er must fyrir alla sem hafa gaman að komedíum og er fyllilega 3 stjörnu virði ef ekki meira vegna frumlegheita
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.06.2001

Wild Bunch endurgerð á leiðinni?

Enn ein fréttin um að Hollywood sé að endurgera klassíska mynd hefur borist í hús. Nú er víst leikstjórinn Brian Helgeland ( Payback , A Knight's Tale ) að hugsa um að leikstýra endurgerðinni að hinni klassísku mynd, The ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn