Aðalleikarar
Leikstjórn
Hunchback + Hercules: Mulan
Það er gaman að sjá aftur teiknimynd frá Disney þar sem alvarleikinn er mikill eftir að maður sá Hunchback of Notre Dame. Hercules fór í allt aðra átt með allt, og síðan kemur Mulan inn á milli, en hún hugsar bæði um að hafa góðan alvarleika en líka að skemmta áhorfendum (Hunchback of Notre Dame gerði það ekki rosalega mikið, og það sem ég sá fannst mér ekki vera það gott), hvort sem það er betra eða verra. Fyrir mér er HoND aðeins betri en Mulan, en myndin er samt þriðja besta frá þessu tímabili.
Með Belle úr Beauty and the Beast á er Mulan best samdi kvenkarakterinn frá Disney. Rétt eins og Belle, þá hefur Mulan sjálfstæði og vill vera tekin inn í samfélagið sem hún sjálf, en það var gott að þeir fóru ekki heldur út í öfgar yfir hversu sjálfstæð persónan er. Á meðan Belle lætur Beast ekki vaða yfir sig, þá er Mulan fyrst og fremst að hugsa um fjölskylduna sína. Hún fer ekki í stríðið (en Húnar höfðu nokkrum dögum áður ráðist inn í Kína) til að sanna sig að hún getur slást eins og strákur heldur er hún að gera þetta svo að pabbi hennar (sem er orðinn haltur og of gamall) þurfti ekki að fara í staðinn fyrir hana. Hún fær líka góðan plús fyrir að sýna að hún þarf ekki á manni að halda, þó það sé smávegis á milli hennar og Shang.
Flestir karakterarnir eru minnugir. Vinir hennar úr hernum, Ling, Chien-Po, Yao og Shang (talaður af Jackie Chan á Mandarin) eru allir vel minnugir og skemmtilegir, þá sérstaklega Chien-Po. Mushu er góður comic-relief og það er reyndar svolítið leiðinlegt að heyra Eddie Murphy tala fyrir hann, en ég hef ekki séð hann í góðri mynd síðan Shrek 2 kom út. Shan Yu fannst mér líka góður. Dularfullur, illur maður sem missir aldrei dampinn (enda er hann lítið í myndinni), og það var líka vel gert að láta hann ekki syngja í myndinni, það hefði eyðilagt karakterinn algjörlega. Það var samt leiðinlegt að hann hafði nær engan persónuleika. Og amman er frábær.
Ein af neikvæðustu gagnrýnunum sem myndin fékk var að lögin voru ekki minnug. Myndin hefur eitthvað um 4 lög og finnst mér þau öll vera frekar minnug, sérstaklega "A Girl Worth Fighting For" og "I'll Make A Man Out Of You". Kaldhæðnislega fannst mér lagið sem var tilnefnt til Óskarsverðlauna ("Reflection", lagið sem Mulan söng ein) vera lakast. Útlitið er ekkert til að hrósa rosalega mikið, það er oftast venjulegt miðað við þetta tímabil. Klæmaxið lítur reyndar mjög vel út og atriðið þegar Húnarnir fara á hestunum niður fjöllin er með því epíkasta sem ég hef séð frá Disney, lítur rosalega vel út. Síðan þarf ég líka að tala um atriðið þegar þeir koma að brennda þorpinu, vel hjartnæmt atriði hjá þeim, og nær ekkert sagt í því (af því sem ég man eftir því). Og jafnvel þótt myndin sé oft mjög alvarleg þá er húmorinn aldrei langt í burtu og passar miklu betur en HoNT, og er þar að auki betri.
Myndin hefur samt nokkra galla. Sá stærsti er að myndin er stöku sinnum rosalega hallærisleg. Línan "The Huns have invaded China!" er hlægilega illa sögð, og takið bara eftir því hversu oft orðið "honour" kemur fram í myndinni. Þeir hjá Disney hafa aldrei verið rosalega góðir að koma með öðruvísi menningar. Mushu getur stöku sinnum verið aðeins of mikið að reyna að vera fyndinn. Síðasta mínútan í myndinni dró hana líka talsvert niður.
Myndin hefur hluta af skemmtanaleika Hercules og hluta af alvarleik Hunchback of Notre Dame og blandar því saman og útkoman er frekar góð. Hún er skemmtileg, fyndin, alvarleg og mjög vel gerð mynd.
8/10
Það er gaman að sjá aftur teiknimynd frá Disney þar sem alvarleikinn er mikill eftir að maður sá Hunchback of Notre Dame. Hercules fór í allt aðra átt með allt, og síðan kemur Mulan inn á milli, en hún hugsar bæði um að hafa góðan alvarleika en líka að skemmta áhorfendum (Hunchback of Notre Dame gerði það ekki rosalega mikið, og það sem ég sá fannst mér ekki vera það gott), hvort sem það er betra eða verra. Fyrir mér er HoND aðeins betri en Mulan, en myndin er samt þriðja besta frá þessu tímabili.
Með Belle úr Beauty and the Beast á er Mulan best samdi kvenkarakterinn frá Disney. Rétt eins og Belle, þá hefur Mulan sjálfstæði og vill vera tekin inn í samfélagið sem hún sjálf, en það var gott að þeir fóru ekki heldur út í öfgar yfir hversu sjálfstæð persónan er. Á meðan Belle lætur Beast ekki vaða yfir sig, þá er Mulan fyrst og fremst að hugsa um fjölskylduna sína. Hún fer ekki í stríðið (en Húnar höfðu nokkrum dögum áður ráðist inn í Kína) til að sanna sig að hún getur slást eins og strákur heldur er hún að gera þetta svo að pabbi hennar (sem er orðinn haltur og of gamall) þurfti ekki að fara í staðinn fyrir hana. Hún fær líka góðan plús fyrir að sýna að hún þarf ekki á manni að halda, þó það sé smávegis á milli hennar og Shang.
Flestir karakterarnir eru minnugir. Vinir hennar úr hernum, Ling, Chien-Po, Yao og Shang (talaður af Jackie Chan á Mandarin) eru allir vel minnugir og skemmtilegir, þá sérstaklega Chien-Po. Mushu er góður comic-relief og það er reyndar svolítið leiðinlegt að heyra Eddie Murphy tala fyrir hann, en ég hef ekki séð hann í góðri mynd síðan Shrek 2 kom út. Shan Yu fannst mér líka góður. Dularfullur, illur maður sem missir aldrei dampinn (enda er hann lítið í myndinni), og það var líka vel gert að láta hann ekki syngja í myndinni, það hefði eyðilagt karakterinn algjörlega. Það var samt leiðinlegt að hann hafði nær engan persónuleika. Og amman er frábær.
Ein af neikvæðustu gagnrýnunum sem myndin fékk var að lögin voru ekki minnug. Myndin hefur eitthvað um 4 lög og finnst mér þau öll vera frekar minnug, sérstaklega "A Girl Worth Fighting For" og "I'll Make A Man Out Of You". Kaldhæðnislega fannst mér lagið sem var tilnefnt til Óskarsverðlauna ("Reflection", lagið sem Mulan söng ein) vera lakast. Útlitið er ekkert til að hrósa rosalega mikið, það er oftast venjulegt miðað við þetta tímabil. Klæmaxið lítur reyndar mjög vel út og atriðið þegar Húnarnir fara á hestunum niður fjöllin er með því epíkasta sem ég hef séð frá Disney, lítur rosalega vel út. Síðan þarf ég líka að tala um atriðið þegar þeir koma að brennda þorpinu, vel hjartnæmt atriði hjá þeim, og nær ekkert sagt í því (af því sem ég man eftir því). Og jafnvel þótt myndin sé oft mjög alvarleg þá er húmorinn aldrei langt í burtu og passar miklu betur en HoNT, og er þar að auki betri.
Myndin hefur samt nokkra galla. Sá stærsti er að myndin er stöku sinnum rosalega hallærisleg. Línan "The Huns have invaded China!" er hlægilega illa sögð, og takið bara eftir því hversu oft orðið "honour" kemur fram í myndinni. Þeir hjá Disney hafa aldrei verið rosalega góðir að koma með öðruvísi menningar. Mushu getur stöku sinnum verið aðeins of mikið að reyna að vera fyndinn. Síðasta mínútan í myndinni dró hana líka talsvert niður.
Myndin hefur hluta af skemmtanaleika Hercules og hluta af alvarleik Hunchback of Notre Dame og blandar því saman og útkoman er frekar góð. Hún er skemmtileg, fyndin, alvarleg og mjög vel gerð mynd.
8/10
Mulan er stórgóð mynd. Hún gerist í Kína, þar sem konur eru álitnar þrælar og karlmenn nota þær eins og gólftuskur, en í þessari mynd tekst kvenhetjunni okkar að rífa sjálfa sig uppúr því, með því að drýgja hetjudáð. Henni hefði reyndar aldrei tekist það án hjálpar góðra vina, til dæmis Mushu og hermannanna, og auk þess var keisarinn mjög góður og víðsýnn maður.
Þessi mynd skilur mikið eftir. Ég hef reyndar séð hana mjög oft, en ég fæ aldrei leið á henni, frekar en The Lion King og Lord of the Rings. Mulan á fyllilega skilið að vera sett í flokk með þessum tveim myndum, því að þó að maður kunni hana utan bókar er hún alltaf jafn fyndin hvert skipti ;-)
Spörkum í Húnarassa!
Mulan er ein af mínum uppáhalds-disney-myndum. Hún fjallar um unga stelpu í Kína, á tíma Keisarans. Hún lifir í heimi þar sem hlutverk konunnar er að vera góð húsmóðir og halda heiðri fjölskyldunnar. Mulan er samt öðruvísi og ganga hlutirnir ekki vel hjá henni. Og ákveður hún að gera eitthvað í því...(segi ekki meira)
Þessi mynd hefur skemmtilegar persónur svo sem Mushu (sem er talsettur af Eddie Murphy) og fleiri. Þetta er tilvalin fjölskyldumynd og ekki finnst mér aldurstakmörk þurfa að vera. Aldrei er maður of gamall til að sjá klassíska Disney mynd.
Góð mynd fyrir alla að sjá ;)
Örugglega ein besta Disney-mynd til þessa. Bæði fyrir fullorðna, börn og unglinga, og hægt að horfa á hana aftur og aftur. Góð talsetning, og fín tónlist.
Mulan er nýjasta Disneyteiknimyndin í ár. Hún er mjög vel gerð, skemtileg, fyndin en ekki kannski eins epísk og Aladdín og The Lion King og auðgleymd en mikið fjör á meðan á henni stendur. Þetta er byggt upp úr ævafornu kínversku ljóði sem segir frá stelpunni Mulan sem ákveður að dulbúa sig sem karlmann og berjast við Húna til þess að hlífa föður sínum sem er orðinn aldinn maður. Henni gengur illa fyrst í stað en brátt verður hún ein af hópnum. En þá uppgötvast að hún er kona og skilja þeir þá hana eftir uppi á fjöllum. En hún gefst ekki upp og með hjálp dreka að nafni Mushu Eddy Murphy sigrast hún á Húnunum og bjargar keisaranum sjálfum. Sagan er rennt vel áfram og allt er mjög vel gert. Myndin er hins vegar ekki með neina minnisstæða tónlist og illmennið er heldur ekki eins flott og það hefur oft verið áður. Aðallega er myndin gamanmynd. Ming-Na-Wen sem talar fyrir Mulan gerir það vel en senuþjófurinn er Eddy Murphy sem Mushu. Hann fer á kostum og er sá besti í gamanhlutverkinu frá því Robin Williams í Aladdín. Fyndin og skemmtileg mynd meðan á henni stendur en auðgleymd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Matt Damon, Rita Hsiao, Philip LaZebnik, Robert D. San Souci, Don Cheadle
Framleiðandi
Buena Vista
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
27. nóvember 1998
VHS:
6. september 1999