Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Skulls 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. júlí 2000

A secret society so powerful, it can give you everything you desire... at a price.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Luke McNamara, nemandi á lokaári í miðskóla, úr verkamannafjölskyldu, gengur í yfirstéttarbræðralag í skólanum sem kallast "The Skulls", í þeirri von að öðlast samþykki til að komast inn í Harvard lagaskólann. Í fyrstu er hann heilllaður af völdum og auði sem umlykur allt og alla í klúbbnum, en þá verður röð óþægilegra atvika, eins og til dæmis... Lesa meira

Luke McNamara, nemandi á lokaári í miðskóla, úr verkamannafjölskyldu, gengur í yfirstéttarbræðralag í skólanum sem kallast "The Skulls", í þeirri von að öðlast samþykki til að komast inn í Harvard lagaskólann. Í fyrstu er hann heilllaður af völdum og auði sem umlykur allt og alla í klúbbnum, en þá verður röð óþægilegra atvika, eins og til dæmis sjálfsmorð besta vinar hans, til þess að Luke fer að rannsaka bakgrunn og eðli bræðralagsins og sannleikann á bakvið ætlað sjálfsmorð vinar hans. Hann byrjar að sjá að framtíð hans og hugsanleg líf hans er í hættu.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Rob Coen hefur sannað það með þessari og xXx(og kannski fast and the furious)að hann sé einn versti leikstjóri nútímans.Myndirnar hans eru lélegar en the Skulls er hans allra versta.Bara algjör horbjóður.Það er ekki hægt að lýsa handritimu öðru vísi en eitt af þeim verstu sem hafa verið skrifuð og þau eru MÖRG.Sá sem skrifar svona viðbjóð á ekkert gott skilið, og handritið er meira en fullt af klisjum,leikstjórnin er hræðileg og leikurinn algjör viðbjóður.Bara allir leikararnir ásamt leikstjóra og handritshöfundi hefðu átt skilið að fá Razzie verðlaunin.Ég hélt að þetta yrði sæmileg myrk spennumynd en nei ég fékk verstu myndina sem ég hafði séð í langan tíma.

Orðin sem lýsa þessu best eru KLISJA,KLISJA,KLISJA,KLISJA,RUSL,RUSL,RUSL,RUSL,RUSL OG CRAP,CRAP,CRAP,MEGA CRAP.Forðist þessa eins og eldinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki hægt að hrósa hugmyndasmiðum The Skulls fyrir frumleika. Hinsvegar er allt ofsalega kúl sem viðkemur leynifélaginu í þessari mynd (það byggist auðvitað allt á böns af monní, þið vitið, þessir 322 styrktaraðilar...). Joshua Jackson sýnir ekki af sér neinn snilldarleik, en sálufélagi hans í leynifélaginu, sem er leikinn af Paul Walker ef mér skjátlast ekki, er skárri. Allt í lagi mynd til að taka á vídeó á letikvöldi, en ekki búast við of miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það þarf smá bakgrunn til að geta tætt þessa mynd almennilega niður. Warner Bros. eiga og reka sjónvarpsstöð sem gengur undir nafninu "The WB." Stöð þessi gerir út á unglingamarkaðinn og skammast sín ekki fyrir það; þeir bera ábyrgð á "gæðasjónvarpi" eins og Dawson's Creek, Charmed, Felicity og 7th Heaven (ég ætla ekki að skammast út í Buffy the Vampire Slayer...). Hollywood áttaði sig á því að þeir sem horfa á þessa þætti - sem eru allmargir - myndu örugglega gleypa við bíómyndum þar sem leikararnir úr þeim væru í aðalhlutverkum. Á síðustu 12 mánuðum höfum við þess vegna fengið myndir eins og Varsity Blues, Killing Mrs. Tingle o.s.frv. The Skulls sver sig í ættina; Joshua Jackson er fenginn úr Dawson's Creek og Leslie Bibb kemur úr þættinum Popular. Ekki geta þau leikið, en það má reyna að selja þetta drasl. Jackson leikur Luke McNamara, fátækan Yale-nemanda sem er boðinn aðgangur í leynifélagið The Skulls með miður skemmtilegum afleiðingum. Slagsmál, "sjálfsmorð", bílaeltingaleikur, spillt lögga... klisja klisja klisja. Það eina góða við myndina er að það er minnst á skólann minn í henni... því miður gerðist það á 2. mínútu; leiðin lá niðurávið eftir það. Vinkona mín sagði að Paul Walker væri rosalega sætur, ég læt það fylgja með sem plús fyrir myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sæmilegur spennutryllir sem segir frá fátækum nemanda að nafni Luke í virtum háskóla. Honum er dag einn boðið að ganga í leynifélagið The Skulls, en það á að vera eitt af voldugustu leynifélögum heims. Þar sem Luke hefur alla ævi verið fátækur og á varla fyrir skólagjöldunum sínum lætur hann freistast því fjárhagsleg framtíð meðlima félagsins er svo gott sem gulltryggð. Fljótlega flækjast málin og má segja að Luke lendi milli hamars og sleggju. Það eru ákveðnir hlutir sem eru frekar fáránlegir við myndina - fyrir það fyrsta að enginn megi vita hverjir eru í leynifélaginu en samt eru meðlimirnir merktir líkamlega, keyra um á rándýrum sportbílum og ganga allir með eins úr af dýrustu gerð. Undir lokin er atburðarásin nánast óskiljanleg og fáránlegheitin ná hámarki í "einvígi" sem kemur gjörsamlega upp úr þurru. Þrátt fyrir þetta er um að ræða þokkalega afþreyingu, spenna byggist upp á stöku stað og maður getur notið hennar að einhverju leiti ef ekki er hugsað of mikið út í hlutina. Jafnframt eru myndataka og hljóðrás með betra móti. Stórar holur í handritinu sem auðvelt hefði verið að laga draga samt sem áður mikið frá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn