Náðu í appið
18
Bönnuð innan 12 ára

The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor 2008

(The Mummy 3)

Justwatch

Frumsýnd: 6. ágúst 2008

A New Evil Awakens.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Rick O'Connell (Brendan Fraser) er mættur aftur og í þetta skiptið berst hann við keisara (Jet Li) sem hefur risið upp frá dauðum í mynd sem á sér stað allt frá grafhvelfingum í fornaldar Kína til hæstu tinda Himalaya fjallanna. Með honum slást í för sonur hans Alex (Luke Ford), konan hans Evelyn (Maria Bello) og bróðir hennar Jonathan (John Hannah). Fjölskyldan... Lesa meira

Rick O'Connell (Brendan Fraser) er mættur aftur og í þetta skiptið berst hann við keisara (Jet Li) sem hefur risið upp frá dauðum í mynd sem á sér stað allt frá grafhvelfingum í fornaldar Kína til hæstu tinda Himalaya fjallanna. Með honum slást í för sonur hans Alex (Luke Ford), konan hans Evelyn (Maria Bello) og bróðir hennar Jonathan (John Hannah). Fjölskyldan kemst fljótt að því að blóðþorsti keisarans hefur aðeins aukist síðustu þúsundir ára og þau verða fljótt að taka á öllu sínu til þess að koma í veg fyrir að keisarinn steypi heiminum í eilífa glötun.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Eins og Rick segir: Here we go again!
Ég hef heyrt menn segja að þessi þriðja Mummy-mynd sleiki ekki tærnar á foverum sínum, og að hún nái hvergi að vera eins skemmtileg eða fersk. Mér finnst það vægast sagt ofmetin fullyrðing að halda því fram að fyrstu myndirnar hafi verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Jú jú, fyrsta Mummy-myndin var bráðskemmtileg þvæla sem að tókst að blanda saman húmor og léttum óhugnaði með stæl. Hún náði að bera uppi örþunnum söguþræði án þess að móðga greind þína og fyllti vel í götin með hasar sem var bæði ákaflega skemmtilegur og líflegur.

Framhaldið, aftur á móti, var glatað. Ég sá virkilega ekkert skemmtanagildi í henni. Myndin var aulaleg endurtekning á forvera sínum sem að tróð öllum upplýsingum ofan í þig eins og þú værir 7 ára krakki að fylgjast með söguþræðinum. Húmorinn var píndur, brellurnar stilltar á "overload" og myndin var gegnsæ tilraun til þess að mjólka út peninga. Núna, útaf einhverjum ástæðum, er komin þriðja myndin. Þið gátuð kannski skynjað það að væntingar mínar voru ekki miklar, en engu að síður vonaðist ég eftir lúmsku skemmtanagildi og tók ég satt að segja vel í það að nýtt fólk stæði á bakvið þetta eintak.

Að kalla þriðju Mummy myndina "ekta sumarmynd" væri eins og að segja að mér þætti gaman að tjalda í óveðri. Það er ekkert almennilegt skemmtanagildi í bíómynd sem að gerir ráð fyrir að allir í áhorfendasalnum séu með greindavísitölu lægri en skóstærðin sín. Ég er hvorki að tala um lógíu í plottinu né trúverðugleikann í atburðarásinni, heldur bara hvernig myndin byggir sig upp þannig að hún þurfi að útskýra allt oftar en einu sinni og bókstaflega mata ofan í þig allar upplýsingar sem þú þarft að vita ("exposition heavy" væri besta lýsingin)... Eins og þú ákveður að sjá Mummy-mynd til að fylgjast með söguþræðinum. Líklegt...

En burtséð frá því er myndin ekkert sérlega skemmtileg. Hún er flott á pörtum, þökk sé vönduðum sviðsmyndum og sömuleiðis eru tölvubrellurnar (ath. *sum* staðar) mjög fínar. Það sem vantar í þessa mynd er þó nægileg virðing fyrir handritinu. Leikstjórinn Rob Cohen (The Fast and the Furious, xXx) er sjaldan þekktur fyrir að fókusa á persónusköpun, en hérna fer handritið svo hrikalega illa með persónurnar að manni er fljótt skítsama um hvern einasta aðila á skjánum. Samtölin eru eins og óhljóð á eyrun og þegar myndin tekur sig alvarlega í persónukeyrðum atriðum, þá verður þetta meira en hálf hlægilegt.

Leikararnir gera það sem þeir geta til að halda uppi stemmningu, og það sést hvað þeir taka myndina alvarlega á pörtum, sem er auðvitað nokkuð fyndið. Brendan Fraser er algjörlega búinn að glata þeim sjarma sem að bjó yfir Rick O'Connell í fyrri myndunum, og nú er karakterinn bara orðinn að klaufalegum lúða sem reynir oftast að gera eitthvað rétt en nær því aldrei. Fraser er viðkunnanlegur leikari, fyrir utan það að það er aldrei hægt að taka hann alvarlega á neinn hátt, en hann þarf að snúa sér að einhverju öðru. Jet Li gerir heldur ekki skít fyrir myndina, og venjulega hefði maður ekki mikið slæmt að segja um manninn þegar hann fór með hlutverk illmennis (ókei, ef þið sleppið ógeðinu sem kallaðist The One). Hérna er kallinn vannýttur að öllu leyti og bardagahæfileikar hans algjörlega lagðir til hliðar í skipti fyrir þann hæfileika að geta breyst í tölvugerðar skepnur. Hvílíkt stuð, ekki rétt? Ónei... heldur kalla ég þetta móðgun og algjört diss á hæfileikana hans. Maria Bello fær samt heiðurinn á því að vera mest pirrandi manneskjan á skjánum. Hún er óneitanlega góð leikkona (sbr. The Cooler, A History of Violence o.s.frv.), en hún er svo djúpt sokkin í það að herma eftir Rachel Weisz að það er frekar vandræðalegt til áhorfs. Ég hef engan áhuga að fara út í restina af leikarahópnum einfaldlega vegna þess að þeir skildu ekkert eftir sig og gerðu myndina ekkert betri að neinu leyti.

The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor er gædd sæmilegum hugmyndum. Hún gerir fáeina nýja hluti sem er gaman að sjá (fyrir utan Yetana. Ojbara) í stað þess að vera einungis endurtekning á forverunum. Hins vegar hefur framleiðsla hennar verið svo subbuleg að nánast allt frá handriti til leikstjórnar mislukkaðist allsvakalega.

Afþreyingargildið er í lágmarki og húmorinn er svo random og bjánalegur að ég get ekki ímyndað mér marga yfir 12 ára að sjá eitthvað varið í þetta. Mér finnst skondið að viðurkenna það, en meira að segja The Scorpion King þótti mér betri en báðar Mummy-framhaldsmyndirnar. Ekki gott.

4/10 (þó ögn skárri en Indy 4. Það er eitthvað)

En bíðið nú við... Ef sonurinn Alex (sem var 8-9 ára í seinustu mynd) er orðinn tvítugur núna, á þá Rick (Fraser) að vera kominn á sextugsaldrurinn? Trúlegt...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.09.2012

Múmían verður endurræst!

Þá er það staðfest - Len Wiseman hefur verið fenginn til þess að endurræsa The Mummy franchise-ið með því að setjast í leikstjórastólinn og koma út mynd fyrir árið 2015. Myndin mun bera nafnið The Mummy og ver...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn