Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rush Hour 1998

Frumsýnd: 26. desember 1998

They come from different cultures. But on a case this big, they speak the same language.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 60
/100
Jackie Chan og Chris Tucker voru valdir besta tvíeykið í bíómynd á MTV verðlaunahátíðinni.

Ólíkir menningarheimar og skapmiklir menn rekast á, þegar tvær löggur, Lee sem er rannsóknarlögreglumaður frá Hong Kong, og hinn kjaftagleiði James Carter úr lögreglunni í Los Angeles, þurfa að vinna saman. Þeir komast fljótt að því að þola ekki hvorn annan. Tíminn er að renna út, og þeir verða að reyna að stilla saman sína strengi til að ná glæpamönnunum... Lesa meira

Ólíkir menningarheimar og skapmiklir menn rekast á, þegar tvær löggur, Lee sem er rannsóknarlögreglumaður frá Hong Kong, og hinn kjaftagleiði James Carter úr lögreglunni í Los Angeles, þurfa að vinna saman. Þeir komast fljótt að því að þola ekki hvorn annan. Tíminn er að renna út, og þeir verða að reyna að stilla saman sína strengi til að ná glæpamönnunum og bjarga hinni ellefu ára gömlu Soo Yung, dóttur kínverska sendiherrans. ... minna

Aðalleikarar

Handrit


Rush Hour fjallar um lögreglumanninn James Carter sem er lögreglumaður. Dóttur þingmanns eins frá Kína er rænt og er hann kallaður. Aðeins einn vandi: Hans job er að sjá um lögreglumann, Lee, sem að er sendur frá Kína. Hann á að halda honum frá málinu, en það á eftir að reynast erfiðara en hann átti von á og þegar lögreglan nær ekki að gera neitt í ránsmálinu, ákveða þeir félagar að hefja samstarf til að bjarga dótturinni. Maður átti nú ekki von á miklu þegar maður fór að sjá þessa í fyrsta skiptið. Mjög ólíkir leikarar komnir saman. Maður spurði sig: Ná þeir að virka saman? Og svar mitt er: STÓRT JÁ. Meðan Jackie Chan sýnir snilldartakta með flottum martial arts brögðum, sýnir Chris Tucker snilldartakta með kjaftinum, ef svo má að orði koma. Og ná þeir að gera eitt ólíklegasta tvíeyki sem sést hefur á skjánum brilliant skil á. Snilld sem hægt er að sjá aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er skemmtileg grín/hasarmynd og mér finnst Jackie Chan og Chris Tucker að gera eitthvað gott við ferillinn sinn. Jim Kouf leikstýrir og skrifaði þessa mynd líka. Þessi mynd fjallar um að löggukarlin frá Kína að nafni Lee(Jackie) kemur til Los Angeles til að finna dóttir kínverska dipplómatins. Löggan í bandaríkjunum lætur einn frá NYPD til að vinna honum Lee sem leikinn er af honum Chris Tucker. Þegar þeir vinna saman þá byrjar þeir sem miklir óvinir og hata hvor annan. En svo lagast þetta aðeins og þeir verða meiri vinir sem er gott. Skemmtileg mynd sem ég mæli með að fólk fari út í vídeóleigu og leigja þessa og mynd númer tvö einhvern tímann einn góðan veðurdag. Það sem ég gleymdi að segja að Chris Tucker stendur sig mjög vel sem blökkumann sem rífur kjaft. Og það er ástæða því að ég henni aðeins þrjár stjörnur, Ég er orðinn svoldið þreyttur af honum Jakcie chan að leika karate kall enn samt passar hann sem þannig og er mun skárri enn Jet Li. Þetta var bara mitt álit. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rush Hour er vel þess virði að eyða tíma í hana.

Myndin fjallar um rannsóknalögreglumanninn Lee (Jackie Chan) sem er einn besti lögreglumaðurinn í Hong Kong.

Lee er sendur til Bandaríkjanna til þess að rannsaka mannrán á dóttur besta vinar síns.

FBI hefur ekki áhuga á að láta hann trufla rannsóknina og lætur lögreglumanninn James Carter (Chris Tucker) sjá um að hann trufli ekki rannsóknina. Þeir hinsvegar fara að rannsaka málið sjálfir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Stanslaust grín þar sem Cris Tucker fer á kostum og flott slagsmálaatriði þar sem Jackie Chan fer á kostum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rush Hour er leikstýrð af hinum umdeilda Brett Ratner (Rush Hour 2, Rush Hour 3 og Red Dragon). Ég get ekki mikið sagt um þessa mynd nema að hún fjallar um James Carter (Chris Tucker)og hans vin Inspector Lee (Jackie Chan og þeirra vandamál. Ágætis mynd en ekkert meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jackie Chan er ekki beint minn uppáhaldsleikari og því sá ég þessa mynd ekki með von á góðu en hann er góður í henni og Chris Tucker er frábær. Mynd sem ég mæli með eindregið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.09.2017

Samúræi í Westworld 2

Japanski leikarinn og bardagalistamaðurinn Hiroyuki Sanada hefur verið ráðinn í hlutverk í annarri þáttaröð HBO sjónvarpsþáttaraðarinnar Westworld, en fyrsta þáttaröðin sló í gegn í fyrra. Auk þess sem Sanada kemur til með að leika nýja persónu, Musashi, í nokkrum þáttum, þá...

06.07.2016

Chan leiðir mýsnar

Rush Hour stjarnan og Íslandsvinurinn Jackie Chan, hefur verið ráðinn til að tala fyrir músaleiðtogann Mr. Feng, í teiknimyndinni The Nut Job 2, eða Hneturánið 2. Fyrri myndin, Hneturánið, var frumsýnd í mars ári...

14.02.2015

Syni Jackie Chan sleppt úr fangelsi

Sonur Kung Fu kvikmyndastjörnunnar Jackie Chan, er laus úr fangelsi, en hann hefur dúsað í grjótinu í Kína í sex mánuði vegna eiturlyfjabrota. Jaycee Chan var tekinn höndum í ágúst á síðasta ári eftir að hann ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn