Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blue Streak 1999

Justwatch

Frumsýnd: 5. nóvember 1999

He's A Cop That's Not. Believe That!

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 36% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Mike Logan er skartgripaþjófur. Allt fer handaskoluml þegar hann ætlar að stela risastórum demanti í miðborg Los Angeles og annar þjófur, Deacon, svíkur hann. Lögreglan kemur, og Miles er handtekinn, en honum tekst samt að fela gimsteininn í húsi sem er í byggingu. Tveimur árum síðar þá er hann laus úr fangelsi og fer að staðnum þar sem gimsteinninn er falinn;... Lesa meira

Mike Logan er skartgripaþjófur. Allt fer handaskoluml þegar hann ætlar að stela risastórum demanti í miðborg Los Angeles og annar þjófur, Deacon, svíkur hann. Lögreglan kemur, og Miles er handtekinn, en honum tekst samt að fela gimsteininn í húsi sem er í byggingu. Tveimur árum síðar þá er hann laus úr fangelsi og fer að staðnum þar sem gimsteinninn er falinn; en til allrar óhamingju þá eru nýjar höfuðstöðvar lögreglunnar nú í húsinu! Hann býr sig sem lögga, og fer inn í húsið, en áður en hann getur klárað málið, þá er hann gripinn og látinn vera félagi einfeldningslegs rannsóknarlögreglumanns og sendur út af örkinni með honum til að rannsaka innbrot. Hann er með Deacon á hælunum og þarf nú að finna demantinn, halda áfram að plata lögguna, og gera nokkur góðverk sem lögga áður en hann getur byrjað að hugsa aftur eins og glæpamaður. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis grínmynd með Martin Lawrence.Martin Lawrence er búin að vera í fangelsi í 2 ár fyrir að hafa stolið demanti og þegar hann er laus ætlar hann að ná í demantinn en hann hafði falið í loftræstisgöngum í byggingu sem var verið að byggja en nú 2 árum seinna er þessi bygging orðinn að lögreglustöð og reynir Martin með öllum tiltækum ráðum að ná steininum aftur. Mjög einfaldur og barnalegur söguþráður en engu að síður hin ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þeir sem hafa gaman af aulahúmori ættu að horfa á þessa. Miles Logan (Martin Lawrence,Bad Boys) er gimsteinaþjófur sem verður svikinn af félaga sínum í ráni en nær að fela demantinn í byggingu en fer í fangelsi í tvö ár. Þegar hann er frjáls kemst hann að því að byggingin er orðinn lögreglustöð. Þá fer hann í dulargervi sem lögga og ætlar að reyna að ná demantinum í vinnunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjör snilld! Mæli með henni fyrir alla sem hafa einhvern húmor (sem eru reyndar ekki allir).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Martin Lawrence er hér kominn í hlutverk gimsteinaþjófs sem er gómaður fyrir rán og nær hann að fela fenginn í auðri byggingu rétt áður en hann er handtekinn. Tveimur árum síðar er hann látinn laus og kemst þá að því að hann faldi gimsteininn í miðri lögreglubyggingu og þarf hann því að dulbúa sig sem löggu til að ná steininum. Martin Lawrence er hér, eins og alltaf, jafn skemmtilegur í sínu hlutverki og hefur enn ekki klikkað. Hann gerir þessa mynd bæði fyndna og skemmtilega alveg frá byrjun til enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd. Olli mér engum vonbrigðum. Hún var meira að segja fyndnari en ég hélt. Mæli innilega með þessari
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn