Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Raging Bull 1980

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 90
/100

Þegar Jake LaMotta stígur inn í boxhringinn og gengur frá andstæðingnum, þá er hann verðlaunabardagamaður. En þegar hann kemur eins fram við fjölskyldu og vini, þá er hann tifandi tímasprengja, sem getur sprungið á hverri stundu. Þó að LaMotta vilji að fjölskylda sín elski sig, þá virðist alltaf eitthvað komast upp á milli hans og þeirra. Reiðin hefur... Lesa meira

Þegar Jake LaMotta stígur inn í boxhringinn og gengur frá andstæðingnum, þá er hann verðlaunabardagamaður. En þegar hann kemur eins fram við fjölskyldu og vini, þá er hann tifandi tímasprengja, sem getur sprungið á hverri stundu. Þó að LaMotta vilji að fjölskylda sín elski sig, þá virðist alltaf eitthvað komast upp á milli hans og þeirra. Reiðin hefur hjálpað til við að gera hann að meistara, en í daglega lífinu, mun hún einangra hann. ... minna

Aðalleikarar


Raging bull er vel gerð kvikmynd eftir leiðinlegu handriti. Það er vel að verki staðið í flestum atriðum er skipta áhorfandann máli nema þegar kemur að sögunni sjálfri. Þessi mynd er sjálfsagt frægust fyrir það að Robert DeNiro fitaði sig í þessu hlutverki til að leika þetta meira sannfærandi sem tókst og það verður ekki við hann að sakast hvað þessi mynd er leiðinleg. Það var sjálfsagt ekki ætlunin að draga upp mynd af hetju, en þessi er bara leiðinlegur skíthæll og er það alla myndina. Ég verð að finna til samkenndar með sögupersónunnni og trúa svoldið á hana til þess að myndin heppnist og úr verði skemmtun. Það tókst engan veginn í þessari mynd og beið ég bara eftir því að hún yrði búin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Raging Bull er meistarastykki Martin Scorseses, Robert DeNiro gjörbreytir öllum lögmálum methódleiklistarinnar með að þyngja sig um 30 kíló og þar með komast í Guinnes Book of World Records þangað til að Vincent D´Onofrio sigraði hann með Full Metal Jacket en DeNiro þurfti að gera þetta allt á meðan tökur áttu sér stað. Frammistaða DeNiro sem Jake LaMotta er stórfengleg og mun líklega aldrei vera toppuð í náinni framtíð. Sama má segja um Joe Pesci, líklega eina myndin hans þar sem hann er ekki geðbilaður eða pirraður, hann getur greinilega leikið hvað sem er. Ég ætla nú ekki að segja frá söguþræðinum, það eru aðrar umfjallanir sem sjá um það en ég get aðeins fullvisst aðra að þessi mynd er snilld og það er mjög mikilvægt fyrir hvern sem er að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd Martin Scorsese frá 1980 er mjög áhrifamikil og fjallar um líf boxarans Jake La Motta. Myndin er öll svarthvít sem gerir hana að mínu mati betri. De Niro er, eins og alltaf, snilldar góður og Joe Pesci er ekki verri.

Frábær mynd sem allir ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Glæsileg mynd frá snillingnum Martins Scorsese, með einum allra besta leikara allara tíma Robert De Niro og með honum er hinn einstaki Joe Pesci sem leikur einnig snilldarlega vel. Fyrir þessa mynd þurfti Robert De Niro að þyngja sig um 20 kíló, og er hann næstum óþekkjanlegur í sumum atriðum. Ég mæli með þessari mynd ef þið eruð hrifnir af Scorsese myndum. Ath. myndin er svart hvít en það breytti engu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Raging Bull fékk afleita dóma ( í Bandaríkjunum ) í fyrstu, og flestir gagnrýnendur voru meira hrifnir af frammistöðu De Niro´s í myndinni, heldur en myndinni sjálfri. En þó með tímanum hefur myndin verið kölluð ein besta kvikmynd allra tíma, og var meðal annars á topp 10 lista gagnrýnenda yfir bestu kvikmyndir allra tíma og hefur verið kölluð besta kvikmynd níunda áratugarins. Myndin var tilnefnd til átta óskarsverðlauna árið 1981-besta mynd, besti leikstjóri ( Martin Scorsese ), besti leikari í aðalhlutverki ( Robert De Niro ), besti leikari í aukahlutverki ( Joe Pesci ), besta leikkona í aukahlutverki ( Cathy Moriarty ). Einnig var hún tilnefnd fyrir kvikmyndatöku, hljóð og klippingu. Hún hlaut þó aðeins tvo óskara, besti leikari í aðalhlutverki ( Robert De Niro ) og besta klipping. Jake La Motta ( a.k.a The Bronx Bull ) var fyrsti boxari í heiminum til þess að sigra Sugar Ray Robinson. Eftir það lá leiðin að heimsmeistaratitlinum. En boxhringurinn var ekki eini vígvöllur La Motta´s. Myndin rekur sögu hans frá árunum 1941-1946. Í fyrsta lagi vil ég hrósa leikurunum fyrir sín hlutverk. Robert De Niro hefur ALDREI verið betri. Maðurinn sýndi þarna frammistöðu lífs síns, og jafnvel eina bestu frammistöðu sem sést hefur í kvikmynd. Það er hreinlega ótrúlegt að sjá manninn leika. Hann gefur þessu óstjórnanlega skrýmsli þvílík skil, að maarr hefur bara ekki séð svona áður. Venjulega myndi manni vera nákvæmlega sama um fólk eins og Jake La Motta, en þegar hann er fastur í fangelsisklefanum grátandi, þá getur maarr ekki annað en vorkennt honum og í leiðinni er það atriði óþægilegt og frekar ógeðslegt, en ekki út af ofbeldinu heldur vegna þess að við getum ekki annað en spurt okkur sjálf, hvað skilgreinir hann frá okkur. Joe Pesci leikur bróður Jake´s, og er hreint útsagt stórkostlegur en fellur þó í skuggann af De Niro. Það sama má segja um Cathy Moriarty sem leikur eiginkonu Jake´s. Kvikmyndatakan er mjög sérstök og flott ( sérstaklega í box-atriðunum ). Myndin sjálf er svört-hvít, og gefur henni sérstakan blæ sem erfitt er að útskýra. Leikstjórnin er fullkominn, og í rauninni er það algjör skandall að hann Scorsese hafi ekki unnið óskarinn fyrir vikið. Boxatriðin er mjög flott og blóðug ( eitt atriði er ein mesta snilld sem sést hefur ). Allt annað er til fyrirmyndar, og ég held að það sé nú frekar erfitt að finna veikan blett á Raging Bull. Allt í allt er þetta hin fullkomna kvikmynd, sem hefur náð að festa sig í sessi sem ein merkasta og besta kvikmynd níunda áratugarins, og jafnframt sem ein besta kvikmynd allra tíma.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.10.2023

Vissirðu þetta um nýju Scorsese myndina?

Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorseses, Killers of the Flower Moon verður frumsýnd á Íslandi þann 20. október nk. Með aðalhlutverk í myndinni fer bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio, en þeir félagar hafa unnið í...

04.03.2018

Óskarsverðlaunin: Hverjir hafa unnið oftast?

Í nótt að íslenskum tíma verða Óskarsverðlaunin afhent í nítugasta skipti. Í tilefni af því er gaman að rifja upp hvaða leikarar hafa oftast hlotið þessi virtu verðlaun. 1. Walt Disney: 59 tilnefningar (Vann 26 ) Fjögur af verðlaunum D...

11.04.2016

De Niro þjálfar Steinhendur

Í fyrra var Creed aðal boxmyndin, en nú er komið að Steinhöndum, eða Hands of Stone! Myndin er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Jonathan Jakubowicz, en í henni leikur Edgar Ramirez hinn þekkta atvinnuboxara frá...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn