Zombieland 2 verður gerð

Vefsíðan ComicBook segir frá því að von sé á framhaldi gamanmyndarinnar Zombieland, sem náð hefur einskonar költ stöðu síðan hún var frumsýnd árið 2009, en orðrómur um framhald hefur komið og farið í gegnum árin.

zombieland-bill-murray

Margir muna eftir gestahlutverki Bill Murray í myndinni sem sjá má hér fyrir neðan:

Fréttirnar af framhaldinu voru staðfestar á nýafstaðinni CinemaCon ráðstefnu í Las Vegas.

Fátt annað er vitað um gerð myndarinnar, nema að handritshöfundar fyrri myndarinnar, þeir Rhett Reese og Paul Wernick, munu snúa aftur, ásamt Dave Callaham ( Godzilla ), auk þess sem Reuben Fleischer mun snúa aftur sem leikstjóri.

Þeir Reese og Wernick eru einmitt einnig að skrifa handritið að Deadpool 2, eftir velgengni Deadpool.

Með helstu hlutverk í Zombieland fóru Woody Harrelson, Jesse Eisenberg, Emma Stone og Abigail Breslin, en þau léku eftirlifendur uppvakningaplágu, sem fóru í ferðalag í leit að skjóli fyrir plágunni.