Zodiac – Director´s Cut

Síðan Zodiac var gefin út í bíó fyrr á árinu þá hefur það verið ljóst að búast mætti við lengri útgáfu á DVD. Þetta verður víst tveggja diska útgáfa með eitt commentary af David Fincher og annað af þeim Jake Gyllenhaal, Robert Downey Jr, Brad Fischer framleiðanda, James Vanderbilt og James Ellroy. Einnig verður ýtarleg heimildarmynd um gerð myndarinnar og aðrar heimildarmyndir um Zodiac morðingjann sjálfan. Hinsvegar eru aðeins rétt um 9 mínútur bættar inn í myndina sjálfa<a href=\“/mynd/?id=3500\“>Zodiac</a>, fyrstu fréttirnar töluðu um rúmlega 30 bættar mínútur en miðað við umtal manna sem hafa þegar séð Director´s Cuttið þá eru þessar 9 bættu mínútur þess virði að eignast sér. Director´s Cut verður gefið út á Region 1 þann 8. janúar 2008 en ekki enn er kominn útgáfudagur fyrir Region 2 DVD. Ég mun allavega fá mér þessa leikstjóraútgáfu, það er alltaf þess virði að bíða eftir almennilegum Fincher myndum á DVD…