Þar sem við hér á kvikmyndir.is höfum verið með Star Wars getraun í gangi í vikunni, er hér skemmtileg frétt um Star Wars myndirnar, en þótt ótrúlegt sé eru enn að koma fram nýjar upplýsingar um framleiðslu fyrstu myndanna.
io9.com birtir á vef sínum lista yfir 10 hluti sem þú vissir ekki um myndina The Empire Strikes Back.
1. Yoda átti upphaflega að heita Buffy.
2. George Lucas var að spá í að hafa atriði í myndinni þar sem Luke meiðist í andliti.
Mark Hamill lenti í bílslysi árið 1977 og þurfti að laga andlitið á honum til eftir það. Lucas ætlaði að hafa senu í myndinni þar sem andlit Luke skemmist, og vélmenni púslar því saman. Þetta fór alla leið í tökur, en var svo klippt úr myndinni.
3. Luke átti hugsanlega að þurfa að lenda í meiri erfiðleikum við að verða Jedi riddari.
4. Hugmynd var uppi um að heimsækja fleiri plánetur, þar á meðal vatnsplánetu með neðanjarðarborg.
5. Darth Vader átti hugsanlega að eiga kastala umkringdan glóandi hrauni, og illvígum ófreskjum.
6. Darth Vader átti í fyrstu útgáfum handritsins ekki að vera faðir Luke.
7. Ástarþríhyrningurinn á milli Leiu, Luke og Han Solo, fékk meira pláss í handritinu upphaflega, en varð svo raunin í myndinni sjálfri.
8. Stanley Kubrick gerði næstum útaf við myndina.
Þetta var vegna þess að myndin var tekin í sama myndveri og The Shining, og það kom upp mikill eldsvoði sem eyðilagði sviðsmynd The Shining. Þetta þýddi að minna pláss varð eftir fyrir The Empire Strikes Back, auk þess sem The Shining fór langt fram úr áætlun í framleiðslu.
9. Ungfrú Svínka var með gestahlutverk í einu atriði með Yoda í æfingatökum.
Þetta var þó meira í gamni gert.
10. Myndin stóð frammi fyrir nær óyfirstíganlegum úrlausnarefnum varðandi byggingu sviðsmynda og brellna.
Hægt er að lesa meira um þetta á vef The Movie Blog eða á fyrrnefndum io9.com vef.