Eftir svona langa bið hefði maður auðveldlega haldið að það yrði ekkert úr fjórðu Die Hard myndinni, en jú, hún mun verða til. Bruce Willis var staddur í London fyrir stuttu að kynna nýjustu mynd sína, Hostage, þegar hann sagði í viðtali að handrit væri um þessar mundir í vinnslu. Hann segir líka að ef honum líkar það og allt gengur vel munu tökur hefjast nú í haust. Einu upplýsingarnar um myndina eru þær að hún muni einfaldlega heita DIE HARD 4.0. og þar að auki er búið að staðfesta það að John McClane verði kominn á eftirlaun í upphafi sögunnar.

