X-Men: Apocalypse kemur 2016

jennifer-lawrence-as-mystique-in-x-menBryan Singer, leikstjóri X-Men: Days of Future Past, tilkynnti á Twitter síðu sinni nú fyrir stundu að ný X-Men mynd væri á leiðinni árið 2016, X-Men: Apocalypse.

Singer er nýbúinn að ljúka tökum á X-Men: Days of Future Past.

Eftir tilkynningu Singer, þá staðfesti Fox kvikmyndaverið að myndin yrði frumsýnd þann 27. maí árið 2016. Sama dag verður Disney myndin Lísa í Undralandi 2 frumsýnd.

Ekkert var sagt um það hvort Apocalypse myndi fylgja sama mynstri og Days of Future Past, en í þeirri mynd koma við sögu aðalhetjurnar úr upprunalegu X-Men myndunum, sem og forsögunni, X-Men: First Class.

X-Men: Days of Future Past kemur í bíó 23. maí á næsta ári, og í helstu hlutverkum eru Hugh Jackman, Patrick Stewart, Ian McKellen, Halle Berry, Anna Paquin, Ellen Page, Shawn Ashmore and Daniel Cudmore, James McAvoy, Jennifer Lawrence, Nicholas Hoult og Michael Fassbender.