Þrátt fyrir erfiðleika undanfarin ár, hefur leikkonan Winona Ryder ekki gefist upp á bransanum. Hún mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Eulogy, en tökur á henni hefjast 21. febrúar. Í henni leika einnig Ray Romano, Hank Azaria, Monica Potter og Rip Torn. Myndin fjallar um það hvernig gömul fjölskylduleyndarmál koma upp á yfirborðið, og hvernig sambönd fjölskyldumeðlima breytist, í kjölfarið af jarðarför eins úr fjölskyldunni. Myndinni verður leikstýrt af Michael Clancy, sem er nýgræðingur, og myndin er gerð fyrir Artisan framleiðsluverið.

