Bruce Willis mun leika aðalhlutverkið í hinni sögulegu kínversku mynd The Bombing.
Myndin, sem verður tekin upp í þrívídd með kínversku tali, fjallar um loftárásir Japana á kínversku borgina Changqing í Seinni heimsstyrjöldinni. Changquing er í suðvesturhluta Kína.
Frumsýning er áætluð snemma á næsta ári.
Leikstjóri er Xiao Feng. Tökur hófust í síðasta mánuði og Willis hefur nú þegar leikið í nokkrum atriðum á tökustað í Xiangshan.
Aðrir leikarar eru margar frægar asískar stjörnur, svo sem Song Seung-heon frá Suður Kóreu, og Nicholas Tse og William Chen frá Hong Kong. Þá er kínverski leikarinn Liu Ye einnig um borð.
Kostnaður við myndina er áætlaður 56,47 milljónir Bandaríkjadala.
Myndin er gerð í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá lokum Seinni heimsstyrjaldarinnar.
Willis leikur flugkennara í myndinni, en leikarinn nýtur mikilla vinsælda í Kína. Hann lék meðal annars í Looper, sem var að hluta fjármögnuð af kínverskum aðilum.