Whitaker mun hugsanlega leika Martin Luther King

ForestBandaríski leikarinn Forest Whitaker er í viðræðum við framleiðendur kvikmyndarinnar Memphins, sem er kvikmynd í burðarliðnum um síðustu daga Martin Luther King. Whitaker hefur leikið í stórmyndum á borð við Platoon, Panic Room, Phone Booth og The Last King Of Scotland.

Eins og fyrr segir mun þessi sögulega kvikmynd einblína á síðustu daga King, þegar hann var í borginni Memphis í Tennessee í apríl árið 1968. Þar var hann til þess að sýna svörtum flutningaverkamönnum stuðning en þeir voru í verkfalli. Þessir tímar voru gífurlega erfiðir fyrir King og m.a. var hann að glíma við miklar ásakanir vegna ummæla sinna um Víetnam-stríðið. Þá mun ef til vill fræga ræðan hans „Ég hef farið á fjallstoppinn“ koma fyrir því hana flutti hann daginn áður en hann var myrtur.

Leikstjórn myndarinnar verður í höndum Paul Greengrass, sem er hvað þekktastur fyrir Bourne kvikmyndirnar og hryðjuverkamyndina United 93. Greengrass hefur einnig sagt að myndin verði kvikmynduð í sama stíl og sú síðarnefnda.