Wesley Snipes sakfelldur fyrir skattsvik

Wesley Snipes var í gær ákærður fyrir skattsvik, en þó er hægt að segja að hann hafi sloppið með skrekkinn. Hann var sýknaður fyrir stórfellt skattsvik og samráð en var þó sakfelldur fyrir þrjú smá skattsvik.

Óljóst er hver dómurinn verður en vegna þessarar niðurstöðu þá gæti hann þurft að dvelja 3 ár í fangelsi.