Wesley Snipes í 3 ára fangelsi

Blade hetjan Wesley Snipes hefur verið dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir skattsvik sem áttu sér stað frá árinu 1999 til 2001. Við greindum frá því í febrúar að hann hafi verið sakfelldur fyrir þrenns konar brot á skattalögum, en öll voru þau þó í minni kantinum.

Hann er sagður hafa grætt 38 milljónir dollara á þessum árum en ekkert gefið upp til skatts. Í dómsalnum reyndi Snipes að rétta dómaranum 5 milljónir dollara í umslagi og sagðist iðra gjörða sinna en dómarinn vildi ekkert með það hafa, og sagði að dómur hans yrði sem fordæmi. Þetta er harðasta refsingin sem var í boði.

Dómnum verður áfrýjað, en ljóst er að hann verður látinn dúsa í steininum á meðan áfrýjunin fer fram.

Tengdar fréttir

2.2.2008 – Wesley Snipes sakfelldur fyrir skattsvik