Rouge Pictures hafa gefið grænt ljós á að 25/8, spennutryllir, verði leikstýrt af hryllingsmyndameistaranum Wes Craven. Þetta hljóta að vera stórfréttir því þetta er fyrsta handritið eftir hann sem verður að mynd síðan myndin Wes Craven’s New Nightmare kom út 1994.
Áætlað er að verkefnið hefjist eins fljótt og hægt er. Craven segir að myndin muni fela í sér ekta hryllilegan raðmorðingja, sem snýr aftur 15 árum eftir tilætlaðan dauða hans til að drepa 7 börn sem fæddust kvöldið sem hann dó. Hann segir að þetta sé meira en hryllingsmynd því hún snýst um ungan strák með mjög dimma fortíð sem inniheldur fjölskyldu hans og föður hans.

