Þá er loks kominn hinn langþráði Watchmen-trailer, en sú mynd verður einmitt ein af stærri myndum ársins 2009.
Myndin er byggð á teiknaðri skáldsögu Alan Moore sem hefur farið sigurför um heiminn og óhætt er að segja að stór hópur aðdáenda bíði eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu.
Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder, sem síðast gerði augnakonfektið 300. Myndin er væntanleg snemma í mars.
Sýnishornið er, ef á að segjast eins og er, alveg meiriháttar! Ótrúlega fersk uppbyggingin á þessum trailer. Sýnir að þetta verði mjög öðruvísi en alveg yfirgnæfandi kúl mynd!
Kvikmyndir.is verður eina íslenska vefsíðan með þennan trailer fyrstu vikuna þar sem að hann er í sérstakri einkabirtingu hjá okkur fram að næsta föstudag (25. júlí).
Ég mæli með því að þið sækið ykkur popp og kók og horfið á trailerinn í fullscreen, en það er hægt með því að klikka á örvatakkann næstlengst til hægri á videospilaranum.
Trailerinn er að finna á undirsíðu Watchmen og á forsíðunni okkar.

