Nicolas Cage segir að kvikmyndaverið Warner Bros hafi ekki þorað að gera Superman Lives.
Hætt var við að framleiða myndina á tíunda áratugnum. Tim Burton átti að leikstýra og Cage að leika Ofurmennið.
„Ég vil ekki vera einn af þessum náungum sem gagnrýna hlutina,“ sagði Cage við Metro. „En er Tim Burton einn af uppáhaldsleikstjórunum mínum? Já. Sá ég sumar af teikningunum sem sýndu í hvaða átt hann ætlaði fara? Já. Og ég skal segia þér að þær voru frábærar og þetta hefði verið svakaleg lífsreynsla,“
„Var ég búinn að ákveða hvernig ég ætlaði að leika persónuna? Já, og ég get sagt þér að ég hefði sýnt mikið hugrekki. Kannski varð Warner Bros hrætt vegna þess að þarna voru tveir listamenn sem voru óhræddir við að taka áhættu.“
Næstu myndir Cage eru Tokarev og Left Behind. Sjá má stiklu úr Tokarev í annarri frétt hér á síðunni.