Kvikmyndir.is eykur þjónustu við farsímanotendur. Nú geta þeir sem eru með WAP farsíma eða lófatölvur nálgast upplýsingar um sýningartíma og kvikmyndir á wap.kvikmyndir.is. Stefnan er að fylla WAP vefinn okkar af upplýsingum á næstu vikum. Þetta getur reynst þeim sérstaklega vel sem þurfa sýningartíma eða upplýsingar um kvikmyndir á seinustu stundu.

