Þó flestir hafa einungis vitað af Christoph Waltz í nokkur ár þá hefur þessi austurríski leikari stimplað sig fljótt inn í hjörtu landsmanna, og þá aðallega fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Inglorious Basterds og Django Unchained.
Nýjasta hlutverk Waltz mun verða í kvikmyndinni Candy Store eftir Stephen Gaghan, sem hefur áður leikstýrt myndum á borð við Syriana. Waltz verður í góðra manna hópi og má þar telja Robert De Niro, Omar Sy og Jason Clarke.
Candy Store fjallar um fyrrum leyniútsendara í Brooklyn, sem finnur sig umkringdan öllum þeim glæpum sem hann hefur unnið við að fyrirbyggja allt sitt líf. Hlutirnir taka nýja stefnu þegar útsendarinn uppgvötar hvernig hann geti kveikt á kjarnorkubúnaði í Manhattan.