Hryllingsmyndaheimasíðan ShockTillYouDrop.com frumsýndi í dag nýja viðtalsþætti sem bera nafnið Shock Talk. Þetta er á heildina litið viðtalsþáttur sem Ryan Rotten ritstjóri ShockTillYouDrop og aðstoðarritstjóri hans Dave Parker að ræða við frægustu aðilana í hryllingsmyndabransanum.
Þættirnir eru mjög lauslega upp byggðir með atriðum úr hryllingsmyndum og casual samtölum um allt sem við kemur hryllingsmyndum. í þessum fyrsta þætti eru engir aðrir en guðfaðir hryllingsmynda George A. Romero, David Lynch, Adam Green og Greg Nicotero! Lineupið fyrir komandi vikur er einnig ekki af verri endanum!
Þættirnir koma 1 sinni í mánuði og að sjálfsögðu mun kvikmyndir.is vera með puttann á púlsinum og hafa hann tilbúinn hér hvern einasta dag sem hann kemur út. Ég er á því að þetta sé mjög góður þáttur fyrir hryllingsmyndaaðdáendur. Persónulega hafði ég mjög gaman af þessum þætti!
Þættinum er skipt upp í 4 hluta og er hægt að sjá þá á forsíðunni hjá okkur á kvikmyndir.is eða leita að Diary of the Dead (nýjasta mynd George A. Romero), eða einfaldlega klikka hér!
ÞÆTTIRNIR ERU ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!

