Viðtalið: Vilhelm Þór Neto

Íslensku unglingamyndinni Óróa hefur verið mikið hrósað fyrir öflugar leikframmistöður og þá sérstaklega frá unga fólkinu sem prýðir lykilhlutverkin. Mér tókst að „chatta“ við nokkra þeirra og spyrja þá út í hlutverk þeirra, kvikmyndasmekk ásamt ýmsu öðru.

Fyrsta spjallð sem ég tók var við Vilhelm Þór Neto. Hann er 17 ára og fer með hlutverk útlendingsins Mitrovik, sem best er að lýsa sem einn af… ja… „vafasamari“ karakterum myndarinnar. Hér er það sem hann hafði að segja:

(Ath. viðtalið var tekið áður en Órói var frumsýnd)

T: Hvernig mundirðu lýsa Mitrovik í stuttu máli?

V: Sko, Mitrovik er svona gaur sem kannski talar ekkert mikið við marga en þegar hann gerir svo reynir hann að vera eins kurteis og hann getur. Ef fólk myndi samt líta á hann án þess að tala við hann myndi það öruglega halda að hann væri óspennandi gaur, en ég held að ef maður myndi kynnast honum þá gæti hann verið bara fínn gaur.

T: Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverkið?

V: Ég fékk mail frá frænda mínum sem Baldvin Z hafði sent honum að segja að hann væri að leita að efnilegu fólki og frændi minn senti þennan póst á mig, eftir það fór ég í 3 prufur minnir mig sem svo í endanum leiddi til þess að ég fékk hlutverkið sem Mitrovik. Svo nátturulega eftir það þurfti ég að raka á mig hárið og læra nokkrar rússnenskar línur og líka að læra að keyra og það var allveg gamann bara allt saman.

T: Er leiklist eitthvað sem þú getur hugsað að leggja fyrir þig í framtíðinni?

Já, leiklist hefur næstum því alltaf verið eitthvað sem ég hugsaði fyrir að gera í framtíðinni jafnvel þegar ég var lítill lék ég í nokkrum skólaleikritum .Þar lærði ég einmitt að losna við sviðskrekk og fl.

T: Hvað finnst vinum þínum um að þú sért að leika í heilli bíómynd?

V: Þeim finnst það bara rosa nett, nokkrir af þeim eru búnir að fara á Óróa og þeim leyst bara alveg rosalega vel á myndina og Mitrovik sem nátturulega gerði mig mjög kátann.

Svona á góðum degi, heima í stofu, hvort ertu meira fyrir „Action,“ drama eða grín?

– Sko, það fer eftir því stundum langar mig að horfa á góða grínmynd og stundum langar mig að horfa á góða action mynd, horfi ekki eins mikið á drama myndir en af og til horfi ég á þær. Og stundum er líka ótrúlega gaman
að horfa á Action grínmyndir.

Hvaða kvikmynd geturðu alltaf horft á aftur og aftur og hvers vegna?

Það eru tvær í þeim flokki:

– 1. Eternal Sunshine of the Spotless Mind, af því þessi hugmynd er bara svo mikil snilld (Charlie Kaufman handrit) og hún er svo skemmtilega leikin og góður söguþráður og alltaf eitthvað að gerast og svo er hún líka svo vel
klippt og leikstýrð.

2. V for Vendetta, næstum því af sömum ástæðum og Eternal Sunshine nema hérna er aðalleikarinn alltaf með grímu og maður sést ekki í andlitið en samt veit maður alltaf hvernig „V“ (aðalpersónan) líður allan tímann sem mér finnst allveg stórkostlegt

Hvaða leikstjóra heldurðu mest upp á?

– Ætli það sé ekki Christopher Nolan, en mér fannst Charlie Kaufman gera mjög fína vinnu við „Synecdoche New York“, svo finnst mér Stephen Chow alltaf mjög skemmtilegur, og David Fincher er nettur líka. Og Wes Anderson.Og Noah Baumbach.

Áttu þér einhverja mynd sem þú horfðir mikið á í æsku en skammast þín í dag fyrir að fíla?
(eitthvað svona nostalgíutengt)

– Nei, enga bíomynd, allavegna ekki sem ég muni eftir, en þegar ég var svona 11-12 ára og bjó í Portúgal þá horfði ég á einni sápuóperu sem var kölluð „Jarðarber með sykri“, það skammast ég mín alveg rosalega mikið yfir enda hræðilega illa leiknir þættir.

Hver er fyndnasta mynd sem þú hefur séð?

– Úff, sko, ég dey altaf úr hlátri að horfa á „The Onion Movie“ en svo eru líka Stephen Chow myndirnar eins og „Kung Fu Hustle“ og „Shaolin Soccer“ sem ég hlæ alltaf mjög mikið yfir, og svo er líka „Forgetting Sarah Marshall“,
Simon Pegg myndirnar líka, en ég myndi segja að „The Onion Movie“ væri fyndnasta myndin.

Hefurðu einhvern tímann gengið út úr hléi eða langað til þess? (ef svo er, á hvaða mynd?)

– Hef ekki gengið út úr hléi en einu sinni var ég með vinahóp og útaf einhverri ástæðu fórum við á „Old Dogs“ myndinna með John Travolta og Robin Williams og hún var svo slæm að mig virkilega langaði til þess bara að labba
út eftir fyrsta korterinn, bara hræðilegir brandarar og slæmt handrit og leiðinlegur húmor bara…

Að lokum:

Er einhver mynd núna á næstunni sem þú ert spenntur fyrir?

– Já allveg nokkrar , er spenntur yfir nýju Tron myndinni, og svo er auðvitað Harry Potter myndirnar, Red, Due Date, SuckerPunch, Priest, Paul og líka The Tourist hún gæti verið skemmtileg.

Þakka spjallið og get undantekningalaust verið sammála þér með Old Dogs 🙂

T.V.