Viðtalið: Birna Rún Eiríksd.

Íslensku unglingamyndinni Óróa hefur verið mikið hrósað fyrir öflugar leikframmistöður og þá sérstaklega frá unga fólkinu sem prýðir lykilhlutverkin. Mér tókst að „chatta“ við nokkra þeirra og spyrja þá út í hlutverk þeirra, kvikmyndasmekk ásamt ýmsu öðru.

Núna er það Birna Rún Eiríksdóttir sem situr hér í sviðsljósinu. Hún fer með hlutverk englastelpunnar Grétu.

T: Hvernig mundirðu lýsa Grétu í stuttu máli?

B: Gréta er stelpa sem hefur átt mjög erfitt heima fyrir þar sem mamma hennar er drekkandi marga daga vikunnar og á mjög erfitt með sig, svo þekkjir Gréta ekki pabba sinn. En hún er sterkur katakter og snýr blaðinu við og byrjar að lifa sjálfstætt og drekkur ekki, heldur gerir eitthvað allt annað en mamma sín.

T: Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverkið?

B: Júlíus Kemp sá mig í leikriti hjá leikfélagi Hafnarfjarðar og fékk númerið hjá mér, þannig komst ég í prufur.

T: Er leiklist eitthvað sem þú getur hugsað að leggja fyrir þig í framtíðinni?

B: já algjörlega, það er eitthvað sem ég hef haft í huga frá því ég man eftir mér, sagði víst öllum í fjölskyldunni þegar ég var sjö ára að ég ætla að verða leikkona.

T: Hvað finnst vinum þínum um að þú sért að leika í heilli bíómynd?

B: Þeim finnst það bara rosalega spennandi flestum og maður finnur alveg hvað hinir sönnu vinir
samgleðjast mikið 🙂

Núna koma klassísku spurningarnar. Svona almennt, hvort ertu meira fyrir „Action,“ drama eða grín?

– Það er rosalega misjafnt eftir því hvernig stuði ég er í, en mér finnst gaman að horfa á dramamyndir á góðu “kúr kvöldi“ en grín kannski á daginn í stuði, svo er ég ekkert mikið fyrir actoin.

Hvaða kvikmynd geturðu alltaf horft á aftur og aftur og hvers vegna?

– Ég held að Notting Hill slái það met, hún er bæði ástarsaga, mjög fyndin, létt og skemmtileg, svo er Julia Roberts í uppáhaldi hjá mér.

Áttu þér einhverja mynd sem þú horfðir mikið á í æsku en skammast þín í dag fyrir að fíla?

– Neei ekki eins og ég man núna, horfði bara voða mikið á Disney myndir sem ég fíla enn í dag! 🙂

Að lokum:

Er einhver mynd núna í ár sem þú ert spenntur fyrir?

jaá, ég er búin að sjá mjög margar góðar á þessu ári, en ein sem ég er að bíða eftir eins og er, er Eat, Pray, Love! Julia Roberts aftur þar á ferð.

Stutt og hnitmiðað 🙂 Óska þér góðs gengis í framtíðinni.

T.V.