Viðræður um Jurassic Park 4 í gangi

Það er langt síðan það bárust einhverjar fréttir af hugsanlegri gerð myndarinnar Jurassic Park 4. Þá var upprunalega hugmyndin sú að risaeðlurnar væru með byssur fastar á bakinu og myndu berjast í stríði á vegum bandaríska hersins (nei..ég er ekki að grínast). Fréttir herma þó að fallið hafi verið frá þeirri hugmynd og að söguþráðurinn verði aðaaaðeins þykkari.

Laura Dern var í viðtali um daginn og sagði m.a. að hún hafi fengið að vita að byrjar væri að draga línurnar að næstu mynd, og að hennar karakter, Dr. Ellie Sattler væri mjög svo inní myndinni. Einnig sagði hún að Steven Spielberg væri æstur í að setjast aftur í leikstjórastólinn!

Við verðum að bíða og sjá hvort upprunalega leikaravalið og Spielberg taki við gerð myndarinnar, eða þá að einhver annar sest í leikstjórastólinn.